Húnavaka - 01.05.1977, Side 179
HÚNAVAKA
177
Heimilið á Skeggsstöðum átti góða menningu, búskapur var rek-
inn með miklum myndarbrag og fólkið fróðleiksfúst og bókhneigt.
Kristín ólst upp með foreldrum sínum og systkinum og þótti
snemrna vel viti borið barn og vel gefinn unglingur og gegnir nokk-
urri furðu að hún skuli ekki látin ganga í Kvennaskólann á Blöndu-
ósi því allt bendir í þá átt að verklegt og bóklegt nám lægi vel fyrir
henni og hugur hennar hafi flogið víða þó heimalönd dalsins væru
ekki víðlend að sjá. En hvað sem var urn þessa hluti, þá var Kristín
samgróin sinni ættarjörð og má vera að þar hafi líka móðurumhyggj-
an átt stóran þátt.
Kristín var alla tíð tilfinningarík kona og búsýslan féll snemma í
hennar skaut með áhyggjum sínum. Var henni mjög umhugað um
búsmalann, eigi aðeins að honum liði vel, heldur líka að hann gæfi
arð. Hún var dýravinur mikill og undi sér vel í fjallasalnum við
hina tæru Svartá.
Kristín var snemma stoð og stytta heimilisins með föður sínum er
móðirhennar féll frá 1926. Var Kristín þá 27 áraogveittisíðan Skeggs-
staðaheimilinu forstöðu fyrir innan stokk, en nokkuð þurfti þar við
því heimilið var með þeim stærri og Sigvaldi sem fyrr getur nefndar-
maður í sinni sveit, er heimtuðu mjög ferðalög. Þá er frá því að
segja að Sigurður Þorfinnsson frá Geitagerði í Staðarhreppi í Skaga-
firði hóf búskap á Kirkjuskarði í Laxárdal með konu sinni Sigríði
Bergsdóttur, en flytja síðan búferlum að Fjósum 1920 og þar missir
hann konu sína 1921. Fer hann þá að Skeggsstöðum í vinnumennsku
og verður síðan ráðsmaður þar og með honum er Þórir sonur hans
er ólst þar upp síðan. Var þetta vel ráðið því Sigurður var hinn mesti
dugnaðarmaður, búmaður góður, smiður og vel greindur.
Þau Kristín Sigvaldadóttir og Sigurður Þorfinnsson gengu í heil-
agt hjónaband 5. júní 1933. Þau eignuðust einn son barna, Pétur
bónda og hreppstjóra á Skeggsstöðum. Stóð hagur þeirra hjóna með
blóma og farsæld alla tíð. Kom þar til að margir þættir eiginleika
þelrra hjóna féllu saman og grundvölluðust á ást og virðingu. Bæði
voru þau hjón bókhneigð og höfðu yndi af söng, hann hafði góða
söngrödd, og hún lék á orgel og hafði yndi af hljóðfæraslætti, þá
hafði hann létta lund og talinn frábær heimilisfaðir.
Kristín var kona er lét mál til sín taka hvort heldur var í ræðu eða
samtölum með skýrri hugsun og rökfestu. Þá var hún vel ritfær, kom
þar vel fram hennar skýrleiksgnótt, þá var hún föst á sinni skoðun,
12