Húnavaka - 01.05.1977, Page 181
HÚNAVAKA
179
drottinn allsherjar skóp hann í npphafi þótt margt hefði breytst um
búskaparhætti manna.
Ingibjörg var aldrei einmana þótt hún ætti engin náin skyldmenni
né afkomendur.
Ný kynslóð hafði alist upp með henni og börnin voru henni kær,
því fækkaði eigi vinum hennar á Skeggsstöðum. Ef marka má af því
að þeir sömu drengir sem nú eru fulltíða, en ólust upp á Skeggs-
stöðum komu um miðsvetrarleytið að Bergsstaðakirkju og fylgdu
Iienni út til grafar hinni öldnu húsmóður Kristínu Sigvaldadóttur
koniu nú að blessa yfir gröf húskonunnar, Ingibjargar Ólafsdóttur.
Ingibjörg var trúkona mikil og lífsskoðun hennar bar þess vitni.
Dáði hún mjög Harald Níelsson er þótti áhrifamikill predikari urn
sína daga.
Kristmundur Jakobsson. Þann 1. maí 1976 andaðist Kristmundur
Frímann Jakobsson sjómaður og bóndi í Suðurkoti í Vogum á Vatns-
leysuströnd, á sjúkrahúsinu í Keflavík. Hann var fæddur 9. nóvem-
ber 1896 á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi. Voru foreldrar hans Jakob
Gnðmundsson og kona hans Þórdís Kristmundsdóttir er lengi
bjuggu á Vakursstöðum og Blálandi í Hallárdal.
Eignaðist Jakob bóndi 9 börn með þessari fyrri konu sinni Þórdísi
og önnur 9 með hinni seinni konu Þórdísi Stiesen, öll hin mannvæn-
legustu.
Kristmundur Jakobsson kvæntist Ragnheiði Árnadóttur frá Sæ-
unnarstöðum. Þau hjón hófu búskap á Sæunnarstöðum í Hallárdal,
en fluttu síðan í Árbakkabúð og dvöldu þar síðan. Hafði hann þar
nokkurn búskap, stundaði sjó og daglaunavinnu. Þá var kona lians
mesta ráðdeildar- og dugnaðarkona til allra verka.
Þau hjón eignuðust Jressi börn: Hallgrím vélstjóra á Skagaströnd,
kvæntur Ingibjörgu Axelnm Axelsdóttur, Ingibjörgu sem búsett er
í Egilsstaðajrorpi, gift Ármanni Halldórssyni kennara frá Eiðum,
Anna Ragnheiður ekkja búsett í Reykjavík.
Þann 5. janúar 1941 andaðist kona Kristmundar Jóhanna Árna-
dóttir á besta aldursskeiði, 48 ára að aldri. Flutti Kristmundur
Jakobsson upp úr því suður á land og fékk sér bústað í Suðurkoti í
Vogum og vegnaði Jrar vel. Stofnaði hann þar til heimilis með Guð-
rúnu Benediktsdóttur, þeim varð eigi bama auðið.