Húnavaka - 01.05.1977, Page 182
180
HÚNAVAKA
Duftker Kristmundar Jakobssonar var jarðsett í Spákonufellsgarði
við leiði konu hans Jóhönnu Árnadóttur 23. maí 1976. En áður hafði
bálför lians farið fram í Fossvogskapellu 12. maí.
Óskirt sveinbarn. Þann 19. júlí andaðist óskírt sveinbarn á Barna-
deild Landsspítalans í Reykjavík, það var fætt 19. júlí á Héraðshæl-
inu á Blönduósi, foreldrar Magnús Jónsson bóndi á Hafursstöðum í
Vindhælishreppi og bústýra hans Hlíf Sveinbjörnsdóttir. Var flogið
með þetta barn nýfætt suður til Reykjavíkur.
Barnið var jarðsett í Hofsgarði 26. júlí.
Árni Max Haraldsson. Þann 6. desentber 1976 andaðist á Skaga-
strönd, iðnverkamaður Árni Max Haraldsson, Litla-Bergi í Höfða-
kaupstað. Hann var fæddur 25. mars 1929 á Litla-Bergi. Voru for-
eldrar hans Haraldur Xikulásson og kona hans Bjarnína Árnadóttir.
Árni var yngstur sinna systkina er voru fimm. Er Árni var 9 ára and-
aðist faðir hans. Olst hann síðan upp með móður sinni og systkin-
um á Litla-Bergi.
Þar voru eigi háreist húsakynni. En nægjusemi fólks var mikil og
lífsánægja engu minni en nú og gestrisni, og margir kornust til
rnanns frá þessum heimilum, þar sem reglusemi og samheldni var
mikil í fjölskyldu.
Árni Max Haraldsson fór eigi varhluta af mótdrægni lífsins, þó
velgengni og farsæld yrði hlutskipti fjölskyldu hans. Heilsuleysi
mátti hann bera um árabil og var aldrei samur maður þó hann
fengi heilsu að nýju. Eftir árabils dvöl að \hfilsstöðum dvaldi Árni
eitt ár á Reykjalundi, mun sá tími ltafa orðið honum til mikils góðs.
Þjálfaðist þar hans haga hönd og þeir smíðaeiginleikar er hann hafði
að erfðum tekið frá föður sínum. Margt lék því í höndum Árna Max
og varð æfistarf hans smíðar.
Er heim kom til Skagastrandar starfaði hann hjá Síldarverksmiðju
ríkisins á Skagaströnd og síðan í 13 ár hjá Vélsmiðju Karls og Þórar-
ins. Þótti hann góður verkmaður, trúr og dyggur.
Árni Haraldsson kvæntist Laufeyju Sigurvinsdóttur frá Hrófá í
Steingrímsfirði 23. desember 1956og stóð heimili þeirra ávallt á Litla-
Bergi. Þau eignuðust Jaessi börn: Harald frystihússtjóra hjá Hóla-
nesi h/f, er hann kvæntur Sólveigu Róarsdóttur, Kristínu Hrönn og
Stefán Þór sem eru uppkomin og dvelja heima.