Húnavaka - 01.05.1977, Page 183
HÚNAVAKA
181
Þau hjón Laufey og Árni voru samhent í að stuðla sem best að
uppeldi barna sinna. Árni Max var líka óvenju barngóður maður,
dagfarsprúður og reglusamur í háttum sínum, hjálpsamur og fús að
greiða götu annarra.
Guðmundnr Pálsson. Þann 14. desember 1976 andaðist á Héraðs-
hælinu á Blönduósi, Guðmundur Pálsson sjómaður á Jaðri, Höfða-
kaupstað.
Hann var fæddur 1. desember 1886 á Syðri-Leikskálaá í Ljósa-
vatnshreppi í S.-Þingeyjarsýslu. Voru foreldrar hans Páll Ólafsson
bóndi og kona hans Sigríður Jóhannesdóttir. Munu þau hjón hafa
hafið búskap að Bjarghúsum í Vesturhópi um 1874, en fluttu 1876 í
Suður-Þingeyjarsýslu og bjuggu þar urn 20 ára skeið þar til þau
fluttu vestur í Austur-Húnavatnssýslu. Fluttu þau í hinn forna Vind-
hælishrepp og bjuggu lengst af í Réttarholti á Skagaströnd.
Guðmundur ólst upp með foreldrum sínum og systkinum. Hóf
Guðmundur ungur að stunda sjó á vertíð á Skagastriind og suður
með sjó eða var í vinnumennsku.
Þeir bræður Jakob og Guðmundur Pálssynir, er voru tvíburar,
bjuggu um áratugi saman á grasbýli sínu Karlsminni er var eitt af
þeim bestu í kaupstaðnum. Var það á ágætum stað í þorpinu og lá
við fjörubeit, þaðan var gott að stunda sjó og lausavinnu í bænum
auk þess sem þeir höfðu kýr og kindur. Undu þeir bræður þar vel
hag sínum, en oft var samt liart í ári á fyrri árum hér, er Skagaströnd
hætti að vera miðstöð verslunar við Húnaflóa, mun þá tómthús-
mannaæfinni eða þurrabúðarstöðunni hafa hrakað mjög. Því var það
að stofnað var Verkamannafélag á Skagastr. er náði yfir meirihluta
hins forna Vindhælishrepps, 7. apríl 1907. Meðal forvígismanna
voru þeir bræður Guðmundur og Jakob Pálssynir. Mun félag þetta
hafa orkað til góðs um laun manna og afkomu þeirra, og er kaup-
túnið óx var stofnað Verkalýðsfélag Skagastrandar 10. des. 1933.
Alla æfi fylgdi Guðmundur Pálsson verkalýðnum að málum, enda
var hann heiðraður á 30 ára afmæli félagsins með bókagjöf og gerður
að heiðursfélaga þess.
Guðmundur Pálsson var maður bókhneigður, átti gott bókasafn,
einkum kvæði og ferðabækur og hafði gaman af að ræða um skáld-
skap og ritverk uppáhalds höfunda sinna.
Um áratugi bjuggu þeir bræður Jakob og Guðmundur á Karls-