Húnavaka - 01.05.1977, Page 184
182
HÚNAVAKA
minni, þeir höfðu reist sér þar góð húsakynni að þeirra tíma siðu og
undu þar glaðir við sitt og voru gestrisnir og barngóðir.
Hélst svo fram um fjölda ára uns Jakob andaðist 14. febrúar 1955.
Dvaldi Guðmundur þá ekki langdvölum að Karlsminni en flutti til
systurdóttur sinnar Elísabetar Frímannsdóttur og manns hennar
Björns Sigurðssonar smiðs frá Mánaskál.
Guðmundur Pálsson var ókvæntur alla æfi og gat eigi börn nreð
konum. Hann var heilsuhraustur allt fram til endadægurs.
Þann 29. ágúst andaðist Guðmundur Guðmundssnn bóndi á heim-
ili sínu, Fossurn í Svartárdal.
Hann var fæddur á Fossum 10. ágúst 1893. Foreldrar hans voru
Guðmundur Sigurðsson bóndi á Fossum, ættaður úr Svínadal og
kona hans Engilráð Guðmundsdóttir bónda í Hvammi er sagt er að
væri gáfumaður mikill og einkum náttúraður fyrir stærðfræði.
Guðmundur Guðmundsson ólst upp á Fossum og dvaldist þar alla
æfidaga sína. Hann nrissti móður sína ungur, en þeir feðgar héldu
áfram búskap á Fossum, með samhug og dugnaði.
Guðmundur Guðmundsson kvæntist 1925, Guðrúnu Þorvalds-
dóttur eyfirskri konu, er var mikil húsmóðir og hin vænsta kona.
Lifðu þau saman í farsælu hjónabandi í 28 ár og eignuðust þrjá
sonu, Sigurð, Sigurjón og Guðmund, sem kvæntur er Jónu Sigþrúði
Stefánsdóttur.
Búa allir bræðurnir á Fossum. Sýnir þetta góðan anda og tryggð
við föðurleifð sína á vorum dögum.
Fossar eru fremsti bær í Húnaþingi í skjólríkum dal við heiðar-
brún þó eigi séu þar víðir vellir, þá lyftist á hverjum brúnin er
hann kemur á heiðarlendið fyrir ofan bæinn og lítur yfir hinar
viðáttumiklu lendur í Kóngsgarði er þeir Fossamenn hafa ræktað.
Fn á þessari jörð fæddist Sigurbjörn Sveinsson barnabókahöfundur.
Þeir Fossafeðgar hafa frá 1882 verið gangnastjórar, fjallkóngar á
Eyvindarstaðaheiði og farnast vel, þeirra rétt er Stafnsrétt sem hef-
ur verið talin ein stærsta rétt landsins.
Guðmundur Guðmundsson var yfirlætislaus maður er bar á sér
göfugmannsyfirbragð, lesinn og fróður. Talaði fagurt mál er bar þess
vott að hann unni því tungutaki er hinar gömlu bókmenntir hafa
gefið oss í arf.