Húnavaka - 01.05.1977, Síða 185
HÚNAVAKA
183
Guðmundur var allt til hins síðasta léttur upp á fótinn, enda rnörg
sporin átt um heima- og heiðalönd í byggð sinni.
Hann var vel metinn af sveitungum sínum, ungum sem gömlum
alla tíð.
Anno 1773: Var veturinn með hörðum skorpum. Sú fyrsta kom með jólaföstu,
sem fyrr getur, að hestana drap flesta. Önnur kom að liðnum jólum, þriðja á út-
mánuðum til þriðju viku einmánaðar. Þá batnaði, en varði ei lengur það fína
veður en ]>ar til |>rír dagar voru af sumri. Vorið var í harðasta lagi, svo í fardög-
um mátti varla sauðgróður sjá og neyðartíð af heyleysi. Samt dóu ekki margar
kýr úr hor.
Húnvetnskur annáll.
Anno 1774: A l.angamýri ytri um veturnætur bar svo til í Húnavatnssýslu, að
eldhúsið brann, en bóndinn þar, Guðmundur Hálfdánarson, gat lyft upp þaki í
baðstofunni með herðum sítium, sem undarlegt sýnist, gat svo bjargað og sent
á bæi, því öll göng loguðu, svo ei varð út komist.
Húnvetnskur annáll.
Anno 1775: Svo gekk þá nærri fólki norðanlands sá atvinnubrestur, er orsak-
aðist af fjárpestinni og fiskileysinu, að nokkrir lögðu sér til munns soðna klipp-
inga og þess slags, en sumir hrossakjöt. Umferð af fátæku fólki tók þá og að vaxa.
Ketilsstaðaannáll.
Anno 1698: Rán og þjófnaður um landið víða af umhleypingsstrákum og öðr-
um ómildum. Stolið bæði fríðum og dauðum peningum, brotin upp hús og hirzl-
ur, hýddir þjófar og markaðir, karlar og kvinnur, ungir og gamlir.
Setbergsannáll.