Húnavaka - 01.05.1977, Page 186
Fréttir og íróoleikur
VEÐRÁTTAN 1976.
í janúar og febrúar var tíðarfar
óstillt og úrkomusamt. Fremur
kalt í fyrri hluta janúarmánaðar,
en síðan frekar frostlítið. Vestan-
og suðvestanátt var ríkjandi all-
an veturinn og smáblotar tíðir.
Slæmt var því orðið á jörð á
þorra og hross víða komin á gjöf.
Snjóalög voru næsta óvenjuleg,
þar sem þau voru öll norðan og
austan í móti, enda komu engar
verulegar norðanhríðar. Sæmi-
lega gekk að halda vegum opn-
um, innan héraðsins, en sam-
göngur yfir Holtavörðuheiði
voru sérstaklega erfiðar vegna
mikilla snjóa þar.
Svipuð veðrátta hélst allt til
páska, sem voru um síðustu vetr-
arhelgi. Þó kom nokkur hláka í
marsmánuði, svo nokkuð skán-
aði til jarðar í byggð, en snjóa
leysti nær ekkert til fjalla. Á
páskum breytti mjög um veðr-
áttu með ágætum hlýviðrakafla
um hálfsmánaðarskeið. Miklir
hitar voru um sumarmálin og
vatnavextir talsverðir. Hlupu
lækir sumstaðar úr farvegum og
ollu túnskemmdum með burði
aurs og grjóts. Verulega kólnaði
á ný snemma í maí. Fram yfir
miðjan mánuðinn voru krapa-
hríðar alltíðar og oft næturfrost.
Greri því hægt þó lítill klaki
væri í jörðu. Hey frá sumrinu
áður reyndust létt og léleg til
gjafar. Því var töluverð heymiðl-
un milli bænda og hey gáfust
upp víðast hvar, þó talsverð virt-
ust að magni á haustnóttum.
Kjarnfóðurgjöf var með almesta
móti, sérstaklega um vorið. Bú-
peningur var kvillasamur og
vanhöld með meira móti, sem
kenna verður einkum löku fóð-
urgildi heyja.
Seinni hluta vorsins var þurr,
en fremur köld veðrátta. Var
sæmilegur sauðgróður kominn í
byrjun júní, og var lambám þá
sleppt á úthaga. Voryrkjur hóf-
ust í lok sauðburðar og gengu
greiðlega. Fannir leysti seint úr
fjöllum og voru vatnavextir og
aurbleyta á hálendi fram eftir
sumri. Fjárflutningar á afrétt
voru því örðugleikum bundnir,
og var fé flutt með seinna móti.
Miklir hitar voru um miðsumar-
leytið. Hófu margir bændur slátt