Húnavaka - 01.05.1977, Blaðsíða 189
HÚ NAVAKA
187
Blönduóssbúum á afmælinu.
Sögusýningin í barnaskólanum
og heimilisiðnaðarsafnið í
Kvennaskólanum vöktu mikla
athygli og vegna almennra óska
var ákveðið að hafa þær opnar
nokkur kvöld í viðbót. Á sögu-
sýningunni kenndi margra grasa
og var hún mjög skemmtilega
uppsett. Sérstaka athygli vöktu
gamlar myndir frá Blönduósi.
Báða dagana sýndi Leikfélag
Blönduóss sjónleikinn „Þið
munið hann Jörund“ eftir Jónas
Árnason, við mjög góðar undir-
tektir. Leikstjóri var Magnús
Axelsson, en hann sá einnig um
uppsetningu sögusýningarinnar.
Blönduós var þessa daga í há-
tíðaskrúða, fánar skrýddu bæinn
og garðar voru í fullum blóma.
U. A.
FRÁ HÉRAÐSSKJALASAFNI A.-HÚN.
Með bréfi dags. 5/12 1966 stað-
festi þjóðskjalavörður stofnun
Héraðsskjalasafns A.-Hún. Frá
þeim tíma og raunar fyrr hefir
verið unnið að söfnun skjala og
bóka, bæði frá opinberum aðil-
um, sveitarstjórum, hreppstjór-
um og einstaklingum og félög-
um þeirra. Það er lagaskylda
allra opinberra aðila og félaga,
sem njóta einhverrar fyrir-
greiðslu eða styrkja opinberra
aðila, að skila safninu skjölum
og bókum, sem eru 10 ára eða
eldri. Auk þess er safnið tilbúið
að taka við skjölum einstaklinga
t. d. um jarðir, hús o. fl.
Sýslusjóður A.-Hún. á og sér
um rekstur safnsins. í nýju bók-
hlöðubyggingunni á sýslusjóður
séreign 16% sem ætlað er skjala-
safninu. Frá því í haust hefir
verið unnið að því af og til að
koma safninu fyrir, flokka það
og skrásetja. Það er mikið starf,
en mjög nauðsynlegt.
Nú skömmu fyrir jólin barst
safninu höfðingleg gjöf frá hjón-
unum Bjarna Jónassyni, Blöndu-
dalshólum og konu hnas Önnu
Sigurjónsdóttur. Það var allt ætt-
fræðibókasafn Bjarna á annað
hundrað bindi. Ég vil nota tæki-
færið og færa Bjarna og konu
hans enn á ný þakkir fyrir þessa
gjöf og raunar framlag Bjarna til
húnvetnskrar sögu, en þar er
þáttur hans ómetanlegur.
Rétt er að geta þess að með
skjalasafninu og Sögufélaginu
Húnvetningi er mjög góð sam-
vinna.
Að lokum vil ég hvetja alla,
sem þessar línur lesa að senda
okkur gömul skjöl og bækur,
myndir, hljómplötur, sem þeir
eru „hættir að nota“, segulbönd,
stálþráð, kvikmyndir, og svo auð-
vitað „gamlar gagnlausar skrudd-
ur“, sem mörgum verður á að