Húnavaka - 01.05.1977, Page 190
188
HÚNAVAKA
henda. Þær fara sennilega til
bókasafnsins.
Nú höfum við eignast góðan
geymslustað, þess vegna vonumst
við til að allir leggist á eitt og
varðveiti minjar genginna kyn-
slóða og einnig þeirra sem nú
eru í fullu starfi. Líðandi stund
verður á morgun saga, sem varð-
veita ber.
J. I.
EIN í STAÐ TVEGGJA.
í Skagahreppi liófst bygging rétt-
ar árið 1975. Stendur réttin á
rnilli bæjanna Hólma og Króks-
sels, og er ráðgert að byggingu
hennar verði lokið fyrir næsta
haust. Réttin er steypt, en grind-
ur úr járni. Hún er hringlaga og
er almenningur 22 metrar í þver-
mál. Við hann eru 26 dilkar.
Réttin kemur í stað tveggja
rétta sem áður voru í Skaga-
hreppi, Hofsréttar og Tjarnar-
réttar. Með tilkomu hennar
verður auðveldara með smölun
fjár í Skagaheiði.pg þarf ekki að
senda jafn marga flokka og áður
til smölunar.
M. Ó.
HÖRMULEGUR ATBURÐUR.
í Stafnsréttarslysinu í haust, sem
Guðmundur Jósafatsson skrifar
ágæta grein um hér framar í bók-
inni, voru allar kindur sem
drukknuðu í ánni, og fundust,
skráðar. Reyndust þær vera 432.
Flestar voru frá Fossum eða 37.
Frá Stafni og Lundi reyndust 32
frá hvorum bæ.
Jóh. Guðm.
TIL KALDRA KOLA.
Snemma morguns, sunnudaginn
15. febrúar brann íbúðarhúsið
að Efri-Mýrum til kaldra kola.
Hjónin, Klara Gestsdóttir og
Björn Gunnarsson, höfðu verið
á þorrablóti á Blönduósi kvöldið
áður. Komu þau heim um þrjú
leytið um nóttina, urðu einskis
vör og gengu til náða. Kl. 5.45
vaknaði 13 ára dóttir þeirra við
það að hundarnir geltu ákaflega
í kjallara hússins, en þar var mið-
stöðvarkynding og reyndist eld-
ur laus við miðstöðina. Slökkvi-
liðið á Blönduósi var þegar kall-
að út, og var það komið á staðinn
eftir 40 mínútur. Var þá mikill
reykur og hiti í húsinu og stuttu
síðar virtist verða þar sprenging.
Ekkert varð við eldinn ráðið og
brann húsið ásamt öllu innbúi á
skammri stundu. Veður var
mjög hvasst á suð-vestan og skaf-
hríð. Engin slys urðu á fólki en
heimiliskötturinn hljóp inn í
eldinn og varð það honum að