Húnavaka - 01.05.1977, Page 191
HÚNAVAKA
189
fjörtjóni. Tryggingar námu sam-
tals 7.3 milljónum króna.
Fjölskyldan að Efri-Mýrum
flutti þangað vorið 1974 norðan
úr Þingeyjarsýslu.
Gr. G.
ÚTIGÖNGULÖMB.
Þann 22. mars 1976 fundust tvö
útigengin lömb, hrútur og gimb-
ur, hjá eyðibýlinu Sneis á I.axár-
dal. Gimbrin virtist í sæmileg-
um holdum en hrúturinn mag-
ur. Bæði vru þó lömbin með
nýja liði á hornum eftir góð-
viðriskaflann er þá hafði verið í
nokkra daga.
Eigendur lambanna voru
bændurnir Bragi Kárason á
Þverá og Guðsteinn Kristinsson
á Skriðulandi.
Gr. G.
AFAR MIKIL VELTUAUKNING.
Umsvif í starfsemi útibúsins juk-
ust enn á síðasta ári og veltu-
aukning varð afar mikil. Stafaði
þetta af miklum framkvæmdum
til sjávar og sveita, en mikið var
um fjárfestingar í héraðinu á
árinu.
Heildarinnlán í útibúinu í
árslok námu 588 millljónum
króna og höfðu aukist um 97
milljónir á árinu eða 19,8%.
Þessi aukning var þó undir
meðallagi miðað við innláns-
aukningu bankans í heild, sem
varð 26,2%.
Innlánin skiptust svo:
Almenn innlán 212 m. kr.
Bundið fé...... 203 m. kr.
Veltiinnlán .... 173 m. kr.
Heildarútlán í árslok námu
891 milljón króna og höfðu auk-
ist um 218 milljónir króna eða
32%, sem er nálægt meðalaukn-
ingu bankans á árinu, en hún
varð 33%.
Eftir útlánagreinum skiptust
útlánin þannig:
Afurðalán ..... 560 m. kr.
Víxillán....... 187 m. kr.
Yfirdráttarlán . . 51 m. kr.
Verðbréfalán . . 93 m. kr.
Eftir helstu atvinnugreinum
skiptust útlánin þannig:
Landbúnaður 67,3%
Fj árfestingalána-
stofnanir (v/inn-
lánsbindingar) . . . . 6,2%
Iðnaður 5,9%
Samvinnufélög . . . . 4,1%
íbúðarbyggingar . . 3,3%
Bæjar- og sveitarfél. 3,2%
Afgreiðslufjöldi í útibúinu
jókst um 15% á árinu og varð
um 127 þúsund. Keyptir voru
um 1900 nýir víxlar og innleystir
nálægt 66 þúsund tékkar á úti-
búið sjálft.
Mikil aukning varð í svoköll-