Húnavaka - 01.05.1977, Síða 192
190
HÚNAVAKA
uðum vöruvíxlakaupum, en þar
er átt við víxla, sem keyptir eru
aðallega af fyrirtaekjum vegna
viðskipta þeirra. Fjárhæð slíkra
víxla, sem keyptir voru á árinu,
nam um 250 milljónum króna.
Bókfærðar vaxtatekjur í árslok
námu um 111 milljónum króna,
en vaxtagjöld um 84 milljónum.
Rekstrarkostnaður á árinu
varð um 15 milljónir króna, og
eigið fé í árslok nam um 54
milljónum.
Vegna mikilla byggingarfram-
kvæmda og annarrar fjárfesting-
ar í landbúnaði urðu lánveiting-
ar Stofnlánadeildar landbúnað-
arins með mesta móti á árinu.
Til framkvæmda í Austur-
Húnavatnssýslu veitti deildin 80
stofnlán að fjárhæð rúmar 93
milljónir króna, og til fram-
kvæmda í Vestur-Húnavatns-
sýslu 117 lán að fjárhæð um 100
milljónir króna.
Veðdeild Búnaðarbankans,
sem sinna á því hlutverki að
veita lán til jarðarkaupa, er afar
illa í stakk búin til þessa, og lán-
in því lítilfjörleg. í austursýsl-
una voru veitt 2 lán að fjárhæð
2 milljónir króna og í vestur-
sýsluna 1 lán að fjárhæð 1.4
milljónir króna.
Starfsemi útibúsins, eins og
annarra banka, einkenndist
nokkuð af útlánatakmörkunum,
sem settar voru í byrjun ársins í
samráði við ríkisstjórn til að-
halds í peningamálum, eins og
það er orðað.
Hinn 1. maí gekk í gildi vaxta-
breyting, sem talsverð áhrif hef-
ur í rekstri bankanna. Forvextir
voru hækkaðir um 0,75% og
aðrir vextir um 1%, en vextir af
veltufé (ávísanareiknings- og
hlaupareikningsinnstæðum)
lækkaðir urn 2%. Jafnframt var
stofnað til nýs innlánaforms,
vaxtaaukainnlána, sem ber 22%
vexti, og er háð því, að inneign
sé bundin til 1 árs a. m. k. Spari-
fjáreigendum var leyft að flytja
inneignir af bundnum reikning-
um sínum yfir á vaxtaaukareikn-
inga, án þess að uppsögn færi
fram. Notfærðu sparifjáreigend-
ur í héraðinu sér þetta í ríkum
mæli, og námu innlán á vaxta-
aukareikningum við útibúið um
125 milljónum króna í árslok.
Til þess að mæta vaxtahækkun
þessari var bönkum og sparisjóð-
um heimilað að lána svokölluð
vaxtaaukalán, sem bera 22,5%
vexti, og rnega slík lán nerna
helmingi fjárhæðar vaxtaauka-
innlánanna.
Tékkamál voru einnig í
brennipunkti á árinu, en þau
þóttu í óefni komin, og hafa nú
verið gerðar ýmsar ráðstafanir til
úrbóta þar að lútandi. Er þar
einkum um að ræða að draga úr
óhóflegri notkun smátékka en