Húnavaka - 01.05.1977, Page 196
194
HÚNAVAKA
smíðaði almenning og kjarna á
verkstæði sínu, en Grétar Guð-
mundsson húsasmíðameistari á
Blönduósi stjórnaði uppsetningu
almennings. Safngirðing og
grunnur réttarinnar var gerður
í tímavinnu.
Gr. G.
ÞRÍR ÍSLANDSMEISTARAR.
Starfsemi USAH á síðasta ári
markaðist að rnestu af þeim sam-
þykktum sem gerðar voru á
þingi sambandsins, er haldið var
á Blönduósi 20. mars, í boði
Umf. Hvatar.
í febrúar og mars voru haldin
félagsmálanámskeið á fimm stöð-
um í héraðinu. Leiðbeinandi var
Ólafur Oddsson. 128 manns
fengu viðurkenningu að nám-
skeiðum loknum.
Húnavaka hófst á annan í
páskum og var að vanda fjölsótt.
Til skemmtunar var það helst,
að Leikfélag Blönduóss sýndi
leikrit Jónasar Árnasonar „Þið
munið hann Jörund“. Fór leik-
urinn fram á dansgólfi Félags-
heimilisins og er það nýlunda í
sviðsetningu leikritsins. Leik-
klúbbur Skagastrandar sýndi
leikritið Tobacco Road eftir
Jack Krikland, í þýðingu Jökuls
Jakobssonar. Ungmennasam-
bandið gekkst fyrir sinni árlegu
húsbændavöku, hjálparsveitin
flutti revíukabarett og barna-
skólinn var með sína árlegu
skemmtun á sumardaginn fyrsta.
Hljómsveitin Gautar lék fyrir
dansi öll kvöld Húnavökunnar.
Að venju stóð sambandið fyrir
hátíðahöldum 17. júní á Blöndu-
ósi.
Framkvæmdastjóri starfaði hjá
sambandinu annað sumarið í
röð, og veitir ekki af því að starf-
semin er orðin æði yfirgrips-
mikil.
Á íþróttasviðinu var verulegt
starf unnið á árinu, og ber þar
hæst starfsemi unglinganna.
Meistaramót yngstu aldursflokk-
anna fóru fram í Kópavogi og á
Akranesi. USAH sendi níu þátt-
takendur á þessi mót, og fékk
þrjá íslandsmeistara.
Héraðsmót í frjálsum íþrótt-
um var haldið á nýjum íþrótta-
velli á Skagaströnd. Aðstaða á
vellinum er góð. Umf. Fram sá
um mótið. Stigahæst félaga varð
Umf. Fram, hlaut 164,5 stig.
Stigahæstu einstaklingar urðu
Ingibergur Guðmundsson og
Lára Guðmundsdóttir, en bæði
eru í Umf. Fram.
Bikarkeppni FRÍ, 3. deild, var
liáð á Blönduósi. USAH varð
þar í þriðja sæti, á eftir UMSS
og USVS.
Unglingamót var haldið á
Blönduósi og stóð nú í fyrsta