Húnavaka - 01.05.1977, Side 199
HÚNAVAKA
197
nefnd, og er þetta fyrirkomulag
það fyrsta sinnar tegundar hér á
landi. Sýslunefnd A.-Hún. kýs
þrjá fulltrúa, og hreppsnefnd
Blönduóss tvo. Héraðslæknir er
faglegur ráðunautur sveitar-
stjórnar og heilbrigðisnefndar.
Heilbrigðisfulltrúar eru starfs-
menn sveitarfélaga, og starfa í
umboði heilbrigðisnefndar að
heilbrigðiseftirliti undir yfir-
umsjón héraðslæknis.
Ingibjörg Guðmundsdóttir
hjúkrunarkona var fyrsti heil-
brigðisfulltrúi þessarar nefndar,
og kom hún þessum málum vel
af stað. Unnar Agnarsson tók við
af henni, og starfaði í eitt ár. í
ágúst 1975 tók núverandi full-
trúi, Eyrún Gísladóttir heilsu-
gæzluhjúkrunarkona, við starf-
inu.
Hlutverk og valdsvið heil-
brigðisnefnda er yfirgripsmikið
eins og fram kemur í lögum þar
að lútandi. Nokkur dæmi:
Nefndin hefur eftirlit með
öllu því, er varðar þrifnað, heil-
brigði og hollustuhætti í um-
dæminu, og gefur um það fyrir-
mæli í samræmi við lög og regl-
ur, sem öllum hlutaðeigandi er
skylt að hlýta.
Nefndin hefur eftirlit með al-
mennum þrifnaði og hreinlæti
utan húss, og lætur fara fram
almenna hreinsun á lóðum og
lendum á hverju vori. Hún get-
ur krafist lagfæringar og við-
gerðar á lóðum og portum ef
nauðsynlegt þykir til þrifnaðar.
Haft er eftirlit með vatnsból-
um, sundstöðum, almennings-
salernum, skolpræsum, sorp-
hreinsunum, og heilsuspillandi
íbúðum.
Haft er eftirlit með öllum
stofnunum, fyrirtækjum og
rekstri, með tilliti til almenns
heilbrigðis. T. d. tekin sýni af
matvælum, vatni o. fl.
Heilbrigðisfulltrúi h e f u r
spjaldskrá yfir öll fyrirtæki og
stofnanir, sem skoðuð eru.
Nefndin getur krafist endurbóta
og lagfæringa á húsnæði, tækj-
um, aðbúnaði og frágangi, svo
og hreinsunar eða bannað afnot
húsnæðis, ef hún telur þess þörf.
Við nýbyggingar og breyting-
ar skal leita samþykkis heilbrigð-
isnefndar og leggja fyrir hana
fullgilda teikningu af fyrirhug-
uðum framkvæmdum og lýsingu
á umhverfi staðarins.
Þetta allt er aðeins lítið sýnis-
horn er tekið var upp úr heil-
brigðisreglugerð frá árinu 1972.
Alltaf bætast við árlega ný lög og
reglugerðir er varða þessi mál.
Mikið er nú rætt um mengun
í heiminum, ýmist í lofti, á láði
og legi. Við íslendingar ættum
að vera vel á varðbergi og vernda
hið margumtalaða tæra loft,
ferska vatn og fallega land. Það