Húnavaka - 01.05.1977, Page 201
HÚNAVAKA
199
og hefur fækkað um 8 frá fyrra
ári.
Eins og í fyrra lögðu eftirtald-
ir hreppar inn mesta mjólk:
Svínavatnshreppur . . 868.489 1
Sveinsstaðahreppur . 714.922 1
Bólstaðarhlíðarhr. . . . 644.145
Eftirtaldir bændur lögðu inn
yfir 70 þúsund lítra á árinu:
Jóhannes Torfason,
Torfalæk .......... 152.158 1
Elolti Líndal,
Holtastöðum...... 117.586 1
Kristófer Kristjánsson,
Köldukinn .......... 86.483 1
Ingvar Þorleifsson,
Sólheimum .......... 84.771 1
Ingimar Skaftason,
Árholti ............ 82.289 1
Ásbjörn Jóhannesson,
Auðkúlu ............ 80.622 1
Sigurgeir Hannesson,
Stekkjardal ........ 76.846 1
Sigurður Helgason,
Þingeyrum .......... 74.253 1
Runólfur Aðalbjörnsson,
Hvammi ............. 73.251 1
Samanlagt leggja þessir níu
bændur inn tæp 20% af þeirri
mjólk, sem M. H. barst á árinu.
Nú er lokið byggingu sauð-
fjársláturhúss og frystihúss fé-
lagsins. Heildarkostnaður er um
145 millj. kr. Eftir er þá að
byggja stórgripasláturhús, reyk-
klefa fyrir kjöt og ganga frá lóð
kringum húsin.
Afkastageta hússins er allt að
2.300 fjár á dag og frystigeymslur
eru fyrir um 900 tonn af kjöti.
Á undanförnum árum hefur
verið unnið að tankvæðingu í
héraðinu og er þeirri fram-
kvæmd nú lokið.
Félögin eiga nú þrjár tank-
bifreiðar til flutnings á mjólk að
samlagi. Virðist líklegt að þetta
fyrirkomulag lækki kostnað við
flutninga og bæti flokkun
mjólkur.
Jafnframt þessu hefur verið
komið upp geymslutönkum fyrir
mjólk við stöðina og nokkuð af
tækjum hennar endurnýjað.
Kaupfélag Hunvetninga.
Sala í verslunum félagsins varð
um 870 milljónir kr., sem er
aukning um 40%. Heildarvelta
KH er um 900 milljónir kr.
Greiðslur samvinnufélaganna
til starfsfólks og verktaka voru á
síðasta ári um 190 milljónir kr.
Á árinu tók til starfa menn-
ingarsjóður KH með 500 þúsund
króna framlagi félagsins. Veittir
voru úr honum nokkrir styrkir,
m. a. til USAH.
Árni.
FRÁ BLÖNDUÓSHREPPI.
Árið 1976 var afmælisár Blöndu-
óss. 100 ára afmælisins verður
minnst í annarri grein og því
ekki tíundað hér. Þetta ár var