Húnavaka - 01.05.1977, Page 203
HÚNAVAKA
201
gerðargjöld. Þau eru við það
miðuð, að af 120 m2 húsi, sem er
svokallað vísitöluhús, greiðist
200 þús. kr. og greiðslunui skipt
niður á 5 ár.
Nú hefir loksins tekist að ná
tökum á sorpbrennslunni. Alveg
er horfið frá sorptunnunum og
sorppokar teknir upp í staðinn.
Ofnarnir hafa verið lagaðir, en
eftir er að ganga frá umhverfinu.
Þessi mál eru því í réttum far-
vegi og þokast í átt til að komast
í sæmilegt lag.
Nú þegar nýja hraðbrautin
hefir verið lögð og girt meðfram
henni, eru sæmilegar líkur á að
takast megi að halda kauptúninu
vestan Blöndu fjárlausu, eins og
tekist hefir að mestu austan ár-
innar síðan pípuhliðin komu.
Ætlunin er að girða yfir gamla
veginn suður hjá Draugagilinu
og alveg niður í sjó. Þá var
merkjagirðingin milli kauptúns-
ins og Ennis endumýjuð á ár-
inu.
Haldið var áfram með frágang
lóðar barnaskólans og lóð skóla-
stjórabústaðarins lagfærð og
verður girt nú í vor.
Að áeggjan nokkurra áhuga-
manna sendi sveitarstjóri bifreið
hreppsins austur að Hallorms-
stað og sótti bílfarm af trjáplönt-
um nokkuð þroskuðum, eða
„með haus“ eins og kallað er.
Nokkuð af þessum plöntum var
gjöf hjónanna Steingríms Davíðs
sonar og Helgu Jónsdóttur. Þess-
ar gjafaplöntur voru gróðursett-
ar í Kvenfélagsgarðinum. Gerðu
það kvenfélagskonur, Lions-
menn og aðrir áhugamenn.
Plöntur þær, sem til sölu voru
runnu út og fengu færri en
vildu.
í tunguna milli Árbrautar og
Húnabrautar voru settar niður
tæplega 40 plöntur á vegum
hreppsins. Bæði þær svo og flest-
ar aðrar plöntur, sem að austan
komu virtust dafna vel.
Starfrækt var dagheimili fyrir
börn allt sl. ár. Nú í vetur fékkst
leigður annar kennarabústaður-
inn við húsmæðraskólann fyrir
barnaheimilið. Það er orðin
brýn þörf á að byggja hús yfir
þessa starfsemi. Lóð hefir verið
ákveðin upp af íþróttavelliuum
við endann á núverandi Holta-
og Hólabraul eða á milli þe'rra
þegar þær hafa verið lengdsr.
Rétt er að geta þess að nýr
skólastjóri, Björn Sigurbjörns-
son, siglfirðingur að ætterni, tók
við stjórn grunnskólans. Óvenju
gott starfslið er nú við skólann
og vænst er góðs árangurs af
starfi þess.
í lokin vil ég minna á sam-
þykkt hreppsnfendar á hátíða-
fundi sl. sumar. Þar voru ákveð-
in þrjú verkefni til minningar
um 100 ára afmælið, þ. e. að