Húnavaka - 01.05.1977, Blaðsíða 205
HÚNAVAKA
203
ari þróun, og hið hefðbundna
skólastarf hefur að mestu lagst
niður. Aðstandendur skólans,
hafa því beint skólastarfinu inn
á nýjar brautir, má þar nefna:
I. Opin námskeið, t. d. í mat-
reiðslu, saumum, vefnaði og
fleira.
II. Heimavist fyrir stúlkur,
sem stunda nám í efstu
bekkjum grunnskólans á
Blönduósi, og hafa hús-
stjórn sem valgrein.
III. Hússtjórnarfræðslu fyrir
aðra nemendur grunnskól-
ans á Blönduósi, en öðrum
skólum í sýslunni hefur
einnig staðið hún til boða.
IV. Leigu á því húsnæði og að-
stöðu sem ekki er nauðsyn-
legt að nota, svo og á skóla-
liúsinu til hótelhalds, sem
hefur létt reksturinn tölu-
vert.
Nú eru á döfinni breytingar á
framhaldsmenntun í landinu, og
væntanlegt er frumvarp um það
efni.
Hafnar eru viðræður um að
koma á fót framhaldsskóla á
Blönduósi. Telja má víst, að sú
aðstaða sem fyrir hendi er í
Kvennaskólanum, auðveldi mjög
stofnun og rekstur slíks skóla,
sem kæmi til með að taka á móti
nemendum úr öllu héraðinu og
jafnvel víðar að. Ekki er tíma-
bært að greina nánar frá þessum
hugmyndum, en nauðsynlegt er
að í héraðinu komi aðstaða til
framhaldsmenntunar sem allra
fyrst svo unglingum gefist kostur
á lengra og fjölþættara námi í
sinni heimabyggð.
J. T.
FRÁ NORRÆNA FÉLAGINU
í A.-HÚN.
Aðalfundur Norræna félagsins í
A.-Hún. var haldinn að Blöndu-
ósi laugardaginn 15. maí sl.
Formaður, sr. Árni Sigurðs-
son, setti fundinn og flutti
skýrslu félagsstjórnar.
Rætt var m. a. um Færeyja-
ferð, en kvenfélagið Vaka á
Blönduósi efndi til Færeyjaferð-
ar í ágúst með aðstoð Norræna
félagsins.
Unnið var áfram að vinar-
bæjatengslum við hin Norður-
löndin.
Lúciuhátíð var haldin í sam-
vinnu við Kvennaskólann á
Blönduósi í Kvennaskólanum á
Lúciudaginn 13. des. sl. við fjöl-
menni.
Félögum hefir fjölgað mjög á
árinu og eru nú nokkuð á annað
hundrað.
Stjórn félagsins var endurkjör-
in, en Bima Blöndal á Skaga-
strönd kom inn í stjórn í stað
Helgu Berndsen, er flutt er af
félagssvæðinu. Á. S.