Húnavaka - 01.05.1977, Side 212
210
HÚNAVAKA
og í Neðri-byggðarvegi var byggt
upp milli Ennis og Blöndu-
bakka, einnigmilli Bakkakots og
Selvíkur.
Brú var byggð á Fremri-Laxá
vestan við Tinda.
Auk þessa var unnið að ýms-
um smærri verkefnum svo og
venjulegu viðhaldi.
Jóh. Guðm.
ÚR STARFI KIRKJUNNAR.
Sunnudaginn 4. apríl kom séra
Ágúst Sigurðsson á Mælifelli í
heimsókn að Undirfelli ásamt
kirkjukórum Mælifells-, Reykja-
og Goðdalasókna. Fór þar fram
guðsþjónusta þar sem séra Ágúst
predikaði, en sóknarprestur
þjónaði fyrir altari. Kirkjukór-
arnir önnuðust söng undir stjórr.
Björns Ólafssonar organista frá
Krithóli.
Að venju fór skátamessa fram
í Blönduóskirkju 17. júní.
Að lokinni hátíðaguðsþjón-
ustu í tilefni af 100 ára afmæli
Blönduóss, 4. júlí, gat sóknar-
prestur þess, að frú Arndís Bald-
urs og börn hennar hefðu fært
Blönduósskirkju ljósprentað ein-
tak af Guðbrandsbiblíu að gjöf,
til minningar uin Jón S. Baldurs
kaupfélagsstjóra, í tilefni af af-
mæli staðarins. Þakkaði sóknar-
prestur gjöfina fyrir hönd safn-
aðarins.
Sunnudagaskóli Blönduós-
kirkju hófst að loknu sumarhléi
sunnudaginn 3. okt. Verðlaun
fyrir góða ástundun, oddfána
Æ.S.K. fyrir árið 1975-1976,
hlutu: Elva Guðnadóttir, Kristín
Guðjónsdóttir, Sigríður Óladótt-
ir og Árný Árnadóttir.
Þann 19. okt. færðu eiginkona,
börn og tengdabörn Páls Geir-
mundssonar Blönduóskirkju kr.
30.000 að gjöf, til minningar
um hann, en þann dag hefði
hann orðið áttræður. Páll starf-
aði um langt skeið að safnaðar-
málum og bar ætíð hag kirkj-
unnar fyrir brjósti. Verður fénu
varið til fegrunar kirkjunnar.
Fyrri hluta ársins var Blöndu-
óskirkja máluð að innan og sáu
sjálfboðaliðar úr söfnuðinum
um málninguna, en Kvenfélagið
Vaka á Blönduósi kostaði efnið.
Verkið var unnið undir stjórn
Ingva Þórs Guðjónssonar mál-
arameistara. I október voru síð-
an bekkir kirkjunnar bólstraðir
og gaf kvenfélagið einnig það
efni og vinnu. Stefán Theódórs-
son frá Tungunesi annaðist
verkið.
I október voru gefin út á veg-
um sóknarnefndar Þingeyra-
kirkju tvö listaverkakort til við-
bótar þeim er út komu á fyrra
ári, til ágóða fyrir Þingeyra-
kirkju, í tilefni 100 ára afmælis
kirkjunnar á árinu 1977. Mynd-