Húnavaka - 01.05.1977, Side 214
212
HÚNAVAKA
teppalagður kórinn og áklæði
sett á kirkjubekki.
Guðmundur Tryggvason sá
um viðgerðina að öllu leyti en
vinna sjálfboðaliða var nokkur,
aðallega við málningu og að yfir-
dekkja kirkjubekkina. Kostnað-
urinn mun hafa farið liátt í kr.
500.000.
Við athöfnina bárust kirkj-
unni góðir gripir, s. s. vandaður
kaleikur til minningar um Æsu-
staðabræður, þá Jón Pálmason,
Sigurð Pálmason kaupmann á
Hvammstanga og Gísla Pálma-
son bónda og organista að Bergs-
stöðum, gefinn af dætrum þeirra.
Þá barst kirkjunni vandaður
flóðlýstur ljósakross á turn kirkj-
unnar, til minningar um
Tryggva Jónasson bónda í Finns-
tungu og konu hans Guðrúnu
Jónsdóttur, gefinn af börnum
þeirra hjóna.
Að lokinni athöfn bauð sókn-
arnefnd kirkjugestum til kaffi-
drykkju að Húnaveri. Prófasts-
hjónunum voru færðar þakkir
fyrir ánægjulegt samstarf og
þjónustu við kirkju og söfnuði
fyrirfarandi ár, um leið og ný-
komin presthjón voru boðin
velkomin. S. Ó.
BÚFJÁRSJÚKDÓMAR ÁRIÐ 1976.
Fyrri hluta ársins var allt fé á
svæðinu milli Blöndu og Mið-
fjarðargirðingar tvíbaðað. Var
það gert, þar sem sýnt var, að
kláði var orðinn mjög útbreidd-
ur á þessu svæði. Haustið 1975
fannst kláði í sláturhúsinu á
Blönduósi á fé frá fjórum bæjurn
á þessu svæði, en veturinn á
undan kom kláði upp á 8 bæj-
um.
Garnaveiki hefur fundist á
tveimur nýjurn bæjum fyrir
vestan Blöndu, og einni kú aust-
an Blöndu var lógað nreð garna-
veiki. Vart var vlð lungnapest á
7 bæjum. Smitandi fósturlát
kom upp á tveimur bæjum og
olli talsverðu tjóni. Flosnýrna-
veiki í fullorðnu fé kom upp á
11 bæjum, en bólusetning kom
í veg fyrir tilfinnanlegt tjón í öll-
um tilfellum. Illkynjuð slímhúð-
arbólga er sjaldgæfur smitsjúk-
dómur í kúm, sem erfitt er að
lækna. Eitt tilfelli kom upp á
árinu. Lítið bar á doða í ám en
aftur á móti kom það fyrir á
nokkrum bæjum, að ær, og þá
einkum tvílembur, dræpust rétt
fyrir eða rétt eftir burð af efna-
skorti. Áhrðast því hey liafa verið
víða lakari en bændur gerðu ráð
fyrir.
Sigurður H. Pétursson.
RJÖRGUNARSTÖRF.
Björgunarsveitin B 1 a n d a og
Hjálparsveit skáta á Blönduósi