Húnavaka - 01.05.1977, Page 215
HÚNAVAKA
213
hafa báðar eignast nýja bíla á
árinu. Hjálparsveitin keypti sér
nýjan amerískan G.M.C., sem
kstaði um 2.3 milljónir kr„ jafn-
framt seldi hún gamla bílinn.
Björgunarsveitin fékk að gjöf
rússneskan UAZ 459 og eiga
björgunarsveitarkonur heiður að
þeirri gjöf. Talsvert hefur einnig
bætst við annan búnað sveit-
anna.
Fjáröflun á árinu gekk mjög
vel og með meira móti barst af
gjöfum og styrkjum.
Útköll á árinu voru þrjú.
Æfingar voru fremur fáar, en þó
fleiri en oft áður.
Kvennadeildir sveitanna voru
mjög duglegar við fjáröflun, svo
sem með bazar, hlutaveltu,
bingó, blómasölu o. fl.
Hjálparsveit skáta varð tíu ára
á árinu, en hún er stofnuð 24.
apríl 196fi. Stofnendur voru 12,
en félagar í dag eru 28. Félagar
í Björgunarsveitinni eru 25.
U. A.
AF BINDINDISSTARFI.
Áfengisvarnanefnd Blönduóss sá
í fjórða sinn um víðavangshlaup-
ið Vorsprettinn — með aðstoð
umf. Hvatar. Þátttaka var góð
sem fyrr.
Félag áfengisvarnanefnda í A,-
Hún. efndi svo sem undanfarin
ár til ritgerðasamkeppni í 6.
bekk Grunnskólanna. Var þeim,
er best gerðu, boðið að sjá ís-
landsklukkuna á Sauðárkróki.
Verðlaunagrip þann, er félag-
ið gaf til keppni um á Unglinga-
móti USAH, vann umf. Ból-
staðarhlíðarhrepps til varðveislu
í þriðja sinn. Fær félagið gripinn
til eignar fyrir góða frammi-
stöðu.
Af b i n d i n d i s hópnum á
Blönduósi er það helst að segja,
að hann gekkst ásamt Rauða
krossdeild A.-Hún.og Kvenfélag-
inu fyrir „námskeiði gegn reyk-
ingum“, er haldið var samtímis
á Blönduósi og Skagaströnd sl.
vor.
Á það skal minnt, að fundir
hópsins eru öllum opnir.
K. H.
SÖNGFÉLAGIÐ GLÓÐ.
Á síðasta vetri stofnaði söngfólk
úr Undirfells- og Þingeyrasókn-
um blandaðan kór er nefnist
Söngfélagið Glóð. Eru félagar
rúmlega 30. Formaður söng-
félagsins er Sigurður Magnússon
bóndi á Hnjúki. Söngstjóri og
undirleikari er Sigrún Gríms-
dóttir í Saurbæ.
Gr. G.