Húnavaka - 01.05.1977, Page 221
HÚNAVAKA
219
hússins sem er framtíðarrými
fyrir útlán bóka, lestrarsal o. fl.
er nú leisft sem iðnaðarhúsnæði.
O
— Ráðist var í að skrá safnið eft-
ir alþjóðlegu kerfi bókasafns-
fræðinga og þar með að leggja
varanlegan grundvöll að upp-
byggingu þess og notkun um alla
framtíð. Kostnaður við þetta
verk, sem ekki er lokið verður
um ein milljón króna. — Þrátt
fyrir fjárskort til bókakaupa og
viðgerða getum við húnvetning-
ar verið bjartsýnir um framtíð
safnanna, örðugasti hjallinn er
að baki, þar sem er sjálft húsið.
Ég hef orðið í fleirtölu þar sem
þegar er til húsa í Bókhlöðunni,
systurstofnun Héraðsbókasafns-
ins, Héraðsskjalasafn Austur-
Húnvetninga. Greinarnar eru
því þegar tvær á sama meiðnum
og er það notaleg tilhugsun fyrir
alla þá sem bera menningu sýsl-
unnar fyrir brjósti að eiga slíkan
vaxtarbeð, sem þessi bygging er.
A sl. sumri störfuðu hér tvær
stúlkur á vegum þjóðháttadeild-
ar Þjóðminjasafnsins. Starf þeirra
var kostað af félagasamtökum,
sveitarsjóðum og sýslusjóði. Við-
fangsefni þeirra voru fráfærur
og vatnsmyllur í sýslunni, aðeins
lítið brot af því sem að einkenndi
líf fólksins í landinu fyrir véla-
öldina. Hversu margt er ekki eft-
ir, sem síðustu forvöð eru að
bjarga áður en allir eru gengnir,
sem þekktu þetta tímabil af eig-
in raun?
Síðan að Héraðsbókasafnið
flutti í Bókhlöðuna hafa því bor-
ist nokkrar gjafir. Tvær bera þó
af: Sú fyrri var nokkrar gamlar
bækur, og þ. á. m. handskrifað
almanak fyrir árin 1824—1841
gert af Jóni Bjarnasyni bónda
og stjörnufræðingi í Þórorms-
tungu og reiknað út af honum
„eftir Vatnsdals sönnu sólartíð“.
Gefandi var Jónsína Jónsdóítir
á Sveinsstöðum. Hin gjöfin barst
safninu á sl. hausti; Steinsbiblía
prentuð á Hólum í Hjaltadal ár-
ið 1728. Biblían á húnvetnska
sögu, svo langt sem hún verður
rakin. Hún tilheyrði Gríms-
tungukirkju, en var seld er kirkj-
an var lögð niður og rifin árið
1881. Þorsteinn Bjarnason í
Reykjavík gaf safninu þessa dýr-
mætu gjöf á eitt hundruðustu
árstíð móður sinnar Guðrúnar
Þorsteinsdóttur frá Álfgeirsvöll-
um í Skagafirði. Báðar þessar
gjafir eru varðveittar í eldtraust-
um skápum.
Héraðsbókasafnið telur um
milli 8 og 9 þús. bindi bóka. Það
er opið til útlána tvisvar í viku
frá hausti til maíloka. Mikil
þörf er á að fjölga útlánatímum
til hagræðingar fyrir hin al-
mennu not af safninu, því þau
munu efalítið fara vaxandi.
Gr. G.