Húnavaka - 01.05.1977, Page 223
HÚNAVAKA
221
FRÁ HÉRAÐSFUNDI OG KIRKJUM.
Héraðsfundur Húnavatnspró-
fastsdæmis var haldinn 28. ágúst
1976 í Hólaneskirkju. Hófst
hann með guðsþjónustu, sr. Gísli
Kolbeins, predikaði, en sr. Pétur
Þ. Ingjaldsson og sr. Robert Jack
þjónuðu fyrir altari, en organisti
var Kristján Hjartarson.
Setti prófastur síðan héraðs-
fundinn og flutti yfirlitsræðu
sína. Minntist látinna manna í
héraði er komið höfðu við
kirkjuleg mál. Messur í prófasts-
dæminu voru 280. Altarisgöngu-
gestir 276. Hjónavígslur 16,
skírnir 68.
Að lokinni ræðu prófasts var
gefið fundarhlé. Að því loknu
var tekið fyrir kirkjugarðsmál og
liafði {rar framsögu Eðvald Hall-
dórsson frá Stöpum. Kvað hann
þá nefndarmenn er um þetta
liöfðu fjallað, sammála um að
leggja til að plantað væri skógi
í kirkjugarðana, einkum þá eldri.
Frú Dómhildur Jónsdóttir
flutti erindi um vandamál
kirkjugarðanna. Urðu umræður
um þessi mál. Samþykkt var að
kirkjugarðsnefndin skyldi starfa
áfram.
Héraðsfundurinn samþykkti
áskorun til alþingis um að af-
nema prestskosningar, og tillögu
viðvíkjandi sóknargjöldum.
Að loknum umræðum var
sýnd kvikmynd frá sunnudaga-
skóla Hólaneskirkju á Skaga-
strönd.
Fundarmenn þágu síðdegis-
kaffi og kvöldverð hjá prófasts-
hjónunum. Prófasturinn lauk
síðan fundinum með ritningar-
lestri og bænagjörð.
Um sex ára bil hefur Ból-
staðarprestakalli verið þjónað
af nágrannaprestum. En 3. októ-
ber voru sex guðfræðikandidatar
vígðir í Dómkirkjunni í Reykja-
vík. Þar á meðal Hjálmar |óns
son, sem settur hefur verið jmest-
ur í Bólstaðarprestakalli. Kona
hans er Signý Bjarnadóttir, er
hefur BA próf í líffræði frá Há-
skólanum.
Þau hjón settust að á Húna-
völlum og stunda þar einnig
kennslu.
Þann 24. október setti prófast-
ur sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, sr.
Hjálmar Jónsson inn í embættið.
Fór sú athöfn fram í Bólstaðar-
hlíðarkirkju er nú var tekin í
notkun eftir gagngerðar viðgerð-
ir er Guðmundur Tryggvason í
Finnstungu framkvæmdi. Steypti
hann grunn undir húsið, bætti
þar sem fúið var og málaði inn-
an og utan.
Við hina kirkjulegu athöfn
þjónaði sr. Árni Sigurðsson og
sr. Hjálmar Jónsson fyrir altari
ásamt prófasti er flutti innsetn-
ingarræðu ásamt máli um Ból-