Húnavaka - 01.05.1977, Page 233
HÚNAVAKA
231
Hólanes.
Hólanes frystihús starfaði allt ár-
ið enda barst mikill fiskur á
land. Það tók á móti 3000 tonn-
um af hráefni á árinu að verð-
mæti 170 milljónir króna. Fram-
leiðsluverðmæti voru 328 millj-
ónir 02: greidd voru í vinnulaun
79 milljónir.
Á Ameríkumarkað fór 2000
tonn af frystum fiski, til Spánar,
Portúgals, Ítalíu og Grikklands
300 tonn af saltfiski og 700 tonn
voru seld af skreið til Afríku og
Ítalíu.
Hólanes keypti gaffallyftara
sem gengur fyrir rafmagni, en
sá er fyrir var og einnig er not-
aður gengur fyrir gasi, er þetta
til mikils vinnuliagræðis.
Þá keypti fyrirtækið notaðan
vörubíl og Land Rover jeppa.
Steinþór Gíslason er fram-
kvæmdastjóri Hólaness hf.
Þá hefur stjórn Hólaness hf.
fengið frú Elísabetu Árnadóttur
til að prýðga veggi vinnslusalar
og kaffistofu. Eru myndir þessar
málaðar á veggina og sýna m. a.
helstu nytjafiska þjóðarinnar og
skip sem gerð eru út héðan.
Sjómannadaguri n n.
Sjómannadagurinn var haldinn
sunnudaginn 13. júní. Hófst
hann með skrúðgöngu sjómanna
til kirkju. Séra Pétur Þ. Ingjalds-
son predikaði, en séra Árni Sig-
urðsson þjónaði fyrir altari.
Birgir Árnason, formaður
s 1 y sa var n ar f él ags S kaga s tr a n d ar
lagði blómsveig að minnismerki
drukknaðra sjómanna.
Utisamkoma ltófst eftir hádegi
og flutti þar aðalræðu dagsins
sr. Árni Sigurðsson. Veður var
hið besta og mörg skemmtiatriði
fóru fram.
Kappróður fór fram í höfn-
inni milli fjögurra sveita og vann
sveit Auðbjargar HU (5, formað-
ur Gunnar Sveinsson er vann nú
bikar þann til eignar sem Sig-
urður Siilvason kaupmaður gaf
til að keppa um, hafði sveit
Gunnars unnið róðurinn í fimm
skipti.
Sýndur var 6 manna gúmmí-
björgunarbátur RFD gerð, sem
slysavarnardeildin eignaðist á ár-
inu með stuðningi góðra manna.
F.r deildin nú að safna fé til
kaupa á utanborðsvél í bátinn.
Sveitin fékk að öllu leyti ný-
tízku björgunartæki til að starfa
með, ásamt búningum handa
liðsmönnum sínum.
Formaður slysavarnardeildar-
innar er Guðmundur Jóhannes-
son og varaformaður Hörður
Ragnarsson.
Hin gömlu fluglínutæki eru
nú staðsett að Víkum á Skaga.
Bátur sá sem undanfarin ár
hefur verið í Ásbúðum á Skaga
var nú fluttur suður. Hann var