Húnavaka - 01.05.1980, Page 11
Avarp
/ ársbyrjun 1980 hófst vinna við 20. árgang Húnavökunnar og nú er líður að
vori heldur hún sinni árlegu venju að birtast lesendunum fullfrágengin. I tilefni
tuttugu ára afmœlisins kemur Húnavakan í nýjumytri búningi — litklœðum —
en innra efni hennar er með hefðbundnum hœtti.
Á tuttugu árum hefur birst efni eftir 241 höfund — 190 karla og 51 konu.
Þetta efni hefur verið margbreytilegt. Mest af því er þó tengt þjóðlegum fróðleik,
málefnum héraðsins eða daglegu lífi fólksins að starfi eða í leik.
Greinar umýmiskonar þjóðlegt efni eru um 200 talsins, Ijóð eru um 130, viðtöl
42, smásögur 41, ferðasögur 32 og erindi eða rœður 22. Þá hafa birst 40
minningargreinar og 260 stutt œviágriþ þeirra er látist hafa á ári hverju.
Sérstakur frétta- og fróðleiksþáttur um helstu atburði og framkvœmdir liðins árs í
máli og myndum hefur jafnan verið í ritinu. Einnig hefur verið dreift um það
smáletursgreinum, sem tíndar hafa verið úr annálum, þjóðsögum eða öðrum fornum
heimildum.
Þetta er í stuttu máli efni tuttugu árganga af Húnavóku. Má benda á að íþeim
eru samankomnar miklar og gagnlegar heimildir um héraðið þessi 20 ár og raunar
mikið lengri tíma.
Aðþessu sinni barst það mikið af efni að nokkuð af því verður aðgeyma til nœsta
árs, því að nauðsynlegt er að takmarka stœrð Húnavöku vegna útgáfukostnaðar, þó
að öll vinna við hana sé sjálfboðavinna og ritlaun hafi aldrei verið greidd. Bestu
þakkir eru fœrðar öllum þeim er sent hafa efni, svo og öðrum velunnurum Húna-
vöku sem hafa stutt hana á einn eða annan hátt nú í ár og s.l. tuttugu ár. Einnig er
Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri, sem séð hefur um þrentun á óllum
árgöngum Húnavöku nema tveimur þeim fyrstu, fœrðar bestu þakkir. Samstarfið
við Prentverkið hefur verið sérstaklega gott öll þessi ár og vel vandað til alls
frágangs á Húnavókunni frá þess hendi.
A liðnu ári var tíðarfar óvenju kalt og gróðurleysifram á sumar. Grassþretta var
léleg og búfé kom mikið rýrara af fjalli um haustið en verið hefur um árabil. íheild
reyndist árið búskaþnum í héraðinu þungt í skauti.