Húnavaka - 01.05.1980, Page 14
12
HÚNAVAKA
saman byggð úr torfi og grjóti, smíðaði menn úr spýtum jarðaði þá
sem dóu o.s.frv. Á þessum árum átti ég góðan leikfélaga, jafnöldru
mína. Hún hét Jónína ogátti heima á Botnastöðum. Við lékum okkur
mikið saman og áttum sameiginlega drauma. En þegar við vorum á
fjórtanda ári þá veiktist Jónína og að morgni dags kemur sorgarfréttin.
Hún var dáin. Síðan hef ég hlakkað til alla ævina að hitta hana á ný.
— Svo fórstu burt til mennla, var ekki svo?
— Jú, það er dálítil saga hvernig það kom til að ég gengi í skóla.
Þegar ég var unglingur um fermingu, þá tíðkaðist það að ungir menn,
bændasynir, færu til Noregs eða Danmerkur að kynna sér búskap.
Þannig var með þá Árna Hafstað frá Hafsteinsstöðum og Jón Sig-
urðsson á Reynistað. Þeir voru búfræðingar frá Hólum og Jón auk
þess gagnfræðingur frá Akureyri. Þessir ágætu Skagfirðingar fóru
samtímis utan til náms. Jón lenti i lýðháskólanum í Askov en hann var
einna frægasti lýðháskólinn þá. Þegar þeir komu svo heim fór Árni að
búa í Vík. Þar byggði hann stórt íveruhús. Jón var heima á Reynistað.
Og þessir ágætu menn ákváðu að stofna unglingaskóla. Árni var
skólastjóri en kennslan hvíldi að miklu leyti á Jóni. Þessi skóli starfaði
aðeins tvo vetrarparta og ég var þar bæði tímabilin. Mér líkaði ákaf-
lega vel. Sérstaklega var ég hrifinn af kennsluaðferð Jóns. Hann
kenndi í fyrirlestrum og lagði mikið á sig til þess að þeir yrðu sem
bestir. Hann var vel að sér einkum í sögu. Hann var sannur lýð-
háskólamaður Ég man t.d. eftir því að seinni veturinn lauk náminu
með prófum. Það var ekki í anda lýðháskólanna og Jón var ekki
hrifinn af þessu. Og í ræðu, sem Jón hélt við skólaslitin sagði hann:
„Nemendur, þið hafið nú tekið próf í námsgreinum þeim er hér hafa
verið kenndar. En munið að þið eigið eftir að taka annað próf. Það er
próf lífsins.“
f Vík fékk ég áhuga á framhaldsnámi og Jón hvatti mig til þess að
hætta ekki námi við svo búið. Og það varð úr að ég hélt áfram. Fyrst
var ég í Flensborg. Eg fékk að setjast þar í þriðja bekk vegna undir-
búningsins í Vík. Og ég lauk þaðan gagnfræðaprófi 1911.
— Og þaðan ferðu svo til náms erlendis?
— Já, eftir árs hvíld frá skóla fór ég til Voss í Noregi. Það var
haustið 1912. Ég stundaði nám þar þann vetur einkum hjá Lars
Eskeland en hann þótti snjall kennari og einn mesti mælskumaður
Noregs. Sumarið eftir var ég í Noregi og vann aðallega við land-
búnaðarstörf. Ég hafði sótt um skólavist á Askov og fékk hana haustið