Húnavaka - 01.05.1980, Page 17
HÚNAVAKA
15
— Já, ég tel það vera.
— Nú hafa kvekarar jafnan mest hyggt á innri og andlegri upplifun trúar-
innar. Stundaðir pú samt ekki eitthvert guðfrœðinám hjá þeimytra?
Jú, ég las allt sem ég náði í um kvekaraflokkinn. Það var töluvert.
Svo höfðu kvekarar stofnað menntaskóla. Hann hét Sidcode og þar
kom ég oft og átti góðar viðræður við menn úr flokknum. Ég gekk svo
formlega í flokkinn áður en ég hélt heim.
— Eftir þessa dvöl kemurðu svo heim?
— Já, það var gott að koma heim til minnar ágætu konu og
drengjanna. Þeim leið öllum vel. En konan vildi nú samt ekki aðhyll-
ast hinar nýju skoðanir mínar. Hún vildi jafnvel ekki einu sinni vita af
þeim. Henni fannst sem ég hefði fjarlægst og kvekaraflokkurinn tekið
mig frá henni.
— En þú ert kirkjubóndi í Bólstaðarhlíð. Hvernig gekk þér að samrœma hinar
nýju skoðanir þínar því sem fyrir var, og hér gerist?
— Eg var utan þjóðkirkju, þá eins og ég er enn. Þetta er skoðana-
munur en ekki trúar, sem skilur að. Mér er minnisstæð jarðarför föður
míns. Þá töluðu tveir prestar, sr. Gunnar Árnason, sem hér var prestur
ogsr. Tryggvi Kvaran á Mælifelli. Við hjón áttum þá nýfæddan dreng
og Elísabet vildi láta skíra hann. Ég var utan þjóðkirkju og lét þetta
afskiptalaust. En þetta var ákveðið. Eg spurði þá prestana hvort ég
hefði engan tillögurétt. Eg vildi nefnilega ekki að drengurinn yrði
skírður til ákveðinnar kirkjudeildar. En prestarnir neituðu báðir að
skíra samkvæmt minni tillögu.
— Hvað áttu við? Börn eru skírð til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga
anda. Um er að rœða vígslu í kristin söfnuð. Trúin er hin sama þótt skoðanir
skiptist með kirkjudeildum og stefnum.
— Já, já. En barnið er falið einum ákveðnum söfnuði og hann
áminntur um að líta til með uppeldi barnsins. Söfnuðurinn kennir því
barninu að halda það sem Drottinn hefur boðið samkvæmt sínum
hugmyndum. Eg get ekki skilið þetta öðruvísi en svo að barnið sé skírt
til ákveðinnar kirkjudeildar. En það var með þessa skírn á drengnum.
Hún fór fram í kirkjunni, en þegar kom að pistlinum þar sem söfnuð-
inum er falið að sjá um trúaruppeldið með foreldrunum þá sleppti sr.
Gunnar honum alveg. Þökk sé prestinum fyrir það.
Þegar ég gekk í kvekaraflokkinn hugsaði ég mér að eiga mína trú
fyrir mig sjálfan, og stunda mína atvinnu sem bóndi á höfuðbóli
sveitar minnar. En til þess fékk ég ekki frið, því Drottinn talaði við mig