Húnavaka - 01.05.1980, Síða 18
16
HÚNAVAKA
í sólskininu á túninu í Bólstaðarhlíð. Hann sagði: „Far þú út til þjóðar
þinnar. Flyt henni boðskapinn og ég mun verða með þér og varðveita
þig ef þú hlýðir minni röddu.“ Og ég fór og fól konu minni að sjá um
heimilið og búskapinn. Það var óhætt því að hún var mikil búkona. Eg
kvaddi hana og mitt heimafólk og fór í ferðalagið fótgangandi með
staf í hönd og poka á baki. Sem förumaður, flytjandi boðskapinn um
innra ljósið um Krist í hjartanu. Ég auglýsti ekki komu mína fyrirfram
á ferðum mínum. Ég talaði þar sem ég kom á sveitabæjum í sam-
komuhúsum, skólum og kirkjum. Stundum talaði ég úti undir beru
lofti, stundum fyrir vegamenn er voru við vinnu á leið minni. Stund-
um við fólk við landbúnaðarstörf. Stundum fyrir menn og konur við
fiskvinnu. Ég greip hvert tækifæri til þess að láta boðskapinn hljóma,
sem ég var að flytja. — Ef til vill sé ég ekki árangurinn nema að litlu
leyti. Það skiptir mig ekki svo miklu. Eg þarf ekki að sjá hann. Mér ber
að heyra Guðs raust og hlýða henni. Ég hafði þá trú og hefi enn að
eitthvað gott muni upp af þessu spretta, hvað sem það verður.
— Hvernig var þér tekið á þessari ferð um landið?
— Boðskap mínum var yfirleitt vel tekið af þjóðinni. Fáir í sveitinni
settu út á þetta. Prestarnir tóku mér með velvild og skilningi. Enda eru
margir þeirra frjálslyndir og friðsamir. Einn prest þekki ég hér á landi,
sem er kvekari, í hjarta sínu, en hefur þó ekki enn sagt skilið við
kirkjuna. Prestur þessi sótti eitt sinn um að ganga í kvekaraflokkinn og
skrifaði mér um það. Eg vísaði honum til höfuðstöðvanna í London.
Þar var úrskurðað um það, að hann fengi ekki inngöngu nema segja
skilið við kirkjuna. Enda gæti hann ekki hvort tveggja, verið í kirkj-
unni og í trúarfélagi, sem hafnar í rauninni öllum kirkjusiðum og
treystir mest á sitt innra ljós, sem er Kristur hjartans. Treystir mest á
Guð í alheimsgeimi og Guð í sjálfum sér. Þetta er kjarni kvekaratrú-
arinnar, og allra trúarbragða, hvað sem þau annars heita og Guð er
kallaður. Umbúðirnar, sem mennirnir hafa búið til eru minna virði.
— En eru þœr nú ekki samt nauðsynlegar umbúðirnar?
— Það getur verið, en þær eru minna virði.
— Margir muna þig, Klemenz, fyrir trúboðsferðina um landið. Segðu mér
meira af henni.
— Það er af þeirri ferð minni að segja að leiðin lá til Reykjavíkur.
Þar fann ég ýmsa ágætismenn, sem fylgdu mér að málum og urðu
vinir minir. Þar varð ég líka fyrir miklum árásum af ofstækisfullu fólki,
sem eitt telur sig sanntrúað vera. Vel var þó samkoma mín sótt, þar