Húnavaka - 01.05.1980, Page 19
HÚNAVAKA
17
sem ég talaði fyrir fullu húsi. Meðal áheyrenda voru sumir hálærðir
menn. Kennarar, trúaðir menn og spekingar. Ég flutti erindi mitt af
öllum þeim krafti, sem ég átti til. Ég taldi mig flytja það í Guðs krafti.
Að loknu erindi mínu í Varðarhúsinu gerðust mikil háreysti meðal
manna. Einn rauk í ræðustólinn til þess að andmæla, en gat lítið sagt
sökum reiði. Menn fóru að rífast og upphrópanir heyrðust svohljóð-
andi: Hann hefur gjört Krist margsinnis að lygara. Annar sagði: Það
var mikið vit í þessu hjá honum. Við skulum ekki fordæma hann.
Þarna voru tveir prófessorar, annar í læknisfræði og hinn i heimspeki.
Báðir fylgdu mér að málum. Læknirinn sagðist ekki trúa á kirkju-
kenningarnar en hinn sagði að erindi mitt væri satt og fallegt.
Eg talaði víða í Reykjavík eftir þetta. Kom á fund í trúarfélagi
leikmanna, þar sem orðið var frjálst fyrir alla. Ég notaði mér það og
benti mönnum á að snúa sér frá sinni bókstafstrú og til hins innra ljóss.
Þá risu menn upp hver á eftir öðrum til þess að skamma mig fyrir
villutrú og fundarstjórinn sagðist skyldu sjá um að ég fengi ekki að tala
þar framar. Við það stóðu þeir og ég fékk ekki að svara fyrir mig.
Annars staðar gekk betur. T.d. fékk ég að taka þátt í trúmálaum-
ræðum, sem fram fóru í útvarpinu. Varð ég þar eigi fyrir árásum en
fékk lof fyrir það sem ég lagði til mála. Þar í hópi voru t.d. þeir
Sigurgeir biskup og Pétur regluboði. — Seinna flutti ég svo fjögur
erindi í útvarp. Tvö um kvekaratrú og tvö um Búddhatrú. Annað var
um nirvana (sáluhjálp búddhatrúarmanna) hið síðara um austur-
lenskt ævintýri. Hlaut ég mikið lof fyrir þessi erindi bæði hjá leikum
og lærðum.
— En svo heldur þú áfram ferðinni?
— Já, fyrst lá leiðin um Árnessýslu og Rangárþing. Þaðan fót-
gangandi að Vík, á hesti yfir Mýrdalssand, fékk fylgd á hesti yfir
vötnin á Skeiðarársandi. Síðan gekk ég austur að Höfn. Eg talaði víða
en rek ekki frekar þetta ferðalag. Eg minnist þess að nokkuð merkilegt
skeði þarna í Höfn. Ég hafði talað þar við ýmsa menn en var ég þá
leiddur af hugsjón minni inn í sjóbúð þar sem margir sjómenn voru
saman komnir. Eg flutti þeim ræðu. Eftir stundarkorn stóð maður
nokkur upp og gekk út. Svo fór annar sömu leið. Þannig tíndust þeir
þar til einn stóð eftir, er máli mínu var lokið. Hann sagðist þá vera
sannfærður. Síðan hef ég ekki séð hann en seinna frétti ég að hann
teldi sig kvekara. Þá sá ég að ég hafði þó ekki farið til einskis inn í
sjóbúðina. Mér er það enn í huga, að ég hitti á Akureyri ungan pilt,
2