Húnavaka - 01.05.1980, Page 20
18
HÚNAVAKA
sem ég hafði kennt í skóla heima. Hann segir við mig að sér finnist það
ljótt af mér að ferðast um landið og herma eftir Kristi. Þetta hafði
enginn sagt áður. Ég var ekkert að slíku.
Á Akureyri bjó ég hjá Brynleifi Tobíassyni. Hann hafði kennt mér í
Vík en var nú orðinn menntaskólakennari. Hann greiddi mjög götu
mína á Akureyri og fylgdi mér að málum. En sjálfur skólameistarinn,
frændi minn, vildi fremur leggja stein í götu mína, að mér fannst. Þó
bauð hann mér heim en vildi ekki hjálpa mér að fiytja boðskap minn í
skóla sínum. Og fótgangandi ferðir mínar voru fyrir neðan allt í
augum hans. Og margt spaugsyrðið hraut af vörum hans, er hann
sagði: „Þú hefur Guð með þér á ferðalögum eins og aðrir hafa hundinn
sinn.“ Hann sagðist ekki vilja hjálpa mér í þessum efnum. Fyrir orð
Brynleifs leyfði hann mér þó að tala í skólanum. En þá lék hann á mig.
Hann hringdi ekki á sal en í stað þess vísaði hann mér inn í skólastofu
og kom þar með nokkra nemendur. — En ég fyrirgaf honum þetta allt
saman. Eg vissi líka að hann var trúaður. Hann kom oft á hverju sumri
hingað vestur. Þá fór hann út í kirkjugarðinn hér og krossaði þrisvar
yfir leiði foreldra sinna. Þá sá ég að hann trúði á krossmarkið.
Þetta ferðalag rek ég ekki lengra. Það tók sautján vikur og var ekki
það eina, sem ég fór fyrir trú mína. Eg fór margar ferðir og alltaf þótti
mér best að fara um sveitirnar og hef ég nú ferðast um allar sýslur. En
trúarflokk hef ég ekki stofnað. Þó trúi ég því á gamals aldri að kvek-
araflokkur eigi eftir að koma hér á landi. Eg tel að ég hafi nokkuð
undirbúið jarðveginn fyrir hann þótt ég hafi alltaf ónýtur þjónn verið.
— Starfaðir þú ekki við kirkjuna strax á þessum fyrstu árum þínum í kvek-
araflokki?
— Jú, jú. Það er ekkert sem bannar mér að ganga til samstarfs við
aðrar kirkjudeildir. Nú, mér hefur alltaf þótt vænt um kirkjuklukk-
urnar. Mér er það minnisstætt að Ásmundur Guðmundsson kom hér í
vísitazíu og skoðaði kirkjuna. Eg hringdi klukkunum og biskupinn
sagði á eftir: Það má láta kirkjuklukkurnar lofa Drottin. Ég gleymi
þessu ekki. Svo les ég nú alltaf kirkjubænina og ég geri það með góðri
samvisku. Þó að kvekarar segi að Guð búi ekki í húsum sem með
höndum séu gerð, þá finn ég það þegar komið er í kirkjuna, þegar fólk
er komið þar saman til að leita Drottins þá get ég ekki annað fundið en
ég sé kominn í heilagt hús. Samkvæmt okkar skilningi er Guð alls
staðar, þar sem menn koma saman og auðvitað ekki síst þar sem menn
koma saman til þess eins að þjóna Guði, hvað svo sem má um formið