Húnavaka - 01.05.1980, Page 21
HÚNAVAKA
19
segja, á samkomunum. Hvort sem kvekarar halda guðsþjónustur úti
eða inni þá eru þeir í Guðs húsi.
— Finnst þér að Þjóðkirkjan hafi e.t.v. ekki verið nœgilega vakandi og opin
Jyrir nýjungum og jafnvel ekki fyrir „sálinni í kœrleikanumm“ eins og kvekarar
eitt sinn sögðu?
— Það get ég nú kannski varla sagt. En þeir eru nú að tala um að
breyta messuforminu, og þeir eru nú þegar byrjaðir á því t.d. í
Reykjavík. Ég get bara ekki séð að það sé neitt betra en það kirkjuform
sem var og er.
— Hvemig lítur þú annars á messuform og helgisiði? Eru þeir sá farvegur sem
skyldi í guðsdýrkun okkar?
— Formið verður að vera það náttúrlega. Og ég segi það alveg eins
og er að ég er alls ekki andvígur eða andstæður því kirkjuformi sem er
núna. Ef það bara er lifandi í hugum fólksins þá er ágætt að hafa það
svona. Ég vil ekki hafa miklar umbúðir. Það er t.d. með skírnina. Jesús
Kristur skírir með heilögum anda og eldi. Ég aðhyllist hina andlegu
skírn en ekki þá efnislegu, með vatninu.
— Við höldum þvífram, að vatnið sé tákn og beri vitni um andlegan veruleik
þann sem skipti miklu meira máli.
— Já, en kenning Jesú er andi og líf. Og það er þetta líf sko, það
skiptir mestu máli. T.d. í sakramentunum, þar sem segir um brauð og
bikar lífsins, þar getum við ekki sagt að það sé hinn jarðneski líkami
Krists sem um ræðir, heldur hinn andlegi. Kvekararnir segja: Allt lífið
á að vera sakramenti. — Við þurfum engin tákn til þess að sjá þetta.
Þið notið brauð og vín en okkur finnst við ekki þurfa þess ef allt lífið er
sakramenti. Margt af því sem við sjáum daglega getur minnt okkur á
þetta. Sjáðu t.d. lækninn með sínar tengur og hnífa og meðul hann
minnir mig á Krist, sem reyndar ekki þurfti þessi meðul. Hann
læknaði og gat læknað þá sem trúðu.
— En þurfum við ekki meðul í andlegum efnum?
— Jú, ég er ekkert að setja út á það hvað aðrir hafa. Það verður hver
að finna fyrir sig. En svo segir Jesús líka, að hann sé góði hirðirinn. Þá
er það líka sá maður, sem stendur úti í haganum yfir skepnunum
sínum hann minnir mig á Krist. Eg vil ekki einangra trúna við einhver
sérstök fyrirbæri. Hún á við allt lífið. Kennarinn í skólanum, hann
minnir á kennarann mesta, Jesú Krist. Allt, sem minnir mig á Guð.
Allt, sem lyftir huga mínum til hans. Allt, sem gerir mig sælli og betri,
allt eru það í raun og veru tákn um sakramenti lífsins. Þetta sjáum við