Húnavaka - 01.05.1980, Page 22
20
HÚNAVAKA
fyrir augum okkar. I fegurð náttúrunnar, í sólskininu, í vorinu, hvar
sem er. Allt bendir okkur til Krists. Allt minnir á sakramenti lífsins.
— En viðhorfið til Biblíunnar, hvernig er það?
— Við litum á Biblíuna sem sögulega bók, sem við virðum mikið.
En Guðs orð er líka það, sem Guð talar beint til mannssálarinnar. Það
er Guðs orð.
— Hvað er um breytni okkar í lífinu að segja? Skiptir hún ekki talsverðu mált?
— Trúin verður fyrst að vera. Fyrst verðum við að finna Guð og
eignast trú á hann. Svo geta verkin komið á eftir, samkvæmt trúnni.
Verkin hljóta að leiða af trúnni.
— Þú talar oft við Drottin er ekki svo?
— Jú, alltaf á hverjum degi. Mér finnst ég ekki geta án þess verið.
Þá er ég ekki að tala um sjálfan mig alltaf heldur um hina og aðra. Eg
er ákaflega mikið trúaður á það að Drottinn geti læknað okkar sjúk-
dóma andlega og likamlega.
— Hvað um andalœkningar eða huglœkningar?
— Ég veit ekki hvað skal segja. Ég þekki það ekki allt. En hitt er
víst, að bæn í Jesú nafni hefur mikið að segja. Það er hann, sem getur
læknað. Ég Ieiði alveg hjá mér andalækningar að öðru leyti. Ég legg
hendina á sjúkan stað, ef ég finn fyrir verkjum, og segi: Jesú. Stundum
hefur verkurinn horfið með öllu.
— Og hvað um sáluhjálpina?
— Þegar við erum hér í þessum heimi þá er það trúin, sem getur
hjálpað okkur. Að sjálfsögðu er það trúin á Krist. En ég fordæmi
engan. Og ég trúi ekki á eilífa útskúfun. Ef við höfum trúað á Krist í
lífinu og treyst honum þá trúi ég því að hans lærisveinar taki við
okkur, skyldmenni okkar og þeir, sem sérstaklega er annt um okkur.
Þeir taka á móti okkur í umboði Jesú Krists.
— Hvemig finnst pér Klemenz að lífið hafifarið með pig?
Lífið hefur farið mjög vel með mig, þótt margt mótlætið hafi orðið á
leið minni. Það hefur auðvitað margt blásið á móti. En ég er sáttur við
lífið. „Hið innra ljós“ hefur hjálpað mér um ævina.