Húnavaka - 01.05.1980, Síða 26
24
HÚNAVAKA
ekki gefa gaum hvað þrælar segðu. Eiga þeir nokkur orðaskipti saman,
sem enda á þann veg að Hrolleifur lætur vaða stein til eins þeirra, svo
hann liggur í svima. Fóru þeir þá heim og kváðust hafa verið reknir
burt úr ánni. Jökull sonur Ingimundar kvaðst reyna skyldi, hvort
Hrolleifur gengi úr ánni og hljóp út og menn með honum. Ingi-
mundur bað Þorstein son sinn að fara með bræðrum sínum, því
honum treysti hann best til um alla stillingu. Er þeir bræður komu að
ánni var Hrolleifur þar enn við veiðar og lét eigi af þrátt fyrir tilmæli
þeirra. Þá mælti Jökull. „Drepum mannfjanda þenna.“ Þá lét Hrol-
leifur hefjast að landi þar sem grjót var fyrir og grýtti að þeim og þeir á
móti. Gekk svo um stund. Þá kom maður heim til Hofs og sagði
Ingimundi að í óefni væri komið og að þeir berðust um ána þvera.
Ingimundur mælti. „Búið hest minn, og vil ég til ríða.“ Hann var þá
gamall og orðinn nær blindur. Sveinn var fenginn honum til fylgdar
og leiddi hann hestinn undir Ingimundi. Er þeir komu að ánni létu
Ingimundar synir undan síga en hann ríður í ána og mælti. „Gakk úr
ánni, Hrolleifur, og hygg að, hvað þér hæfir.“ En þá skaut Hrolleifur
til hans spjóti og kom það á hann miðjan. Er hann fékk lagið reið hann
aftur að bakkanum og mælti. „Þú sveinn, fylg mér heim.“ Hann hitti
eigi sonu sína og komu þeir ekki heim fyrr en mjög var liðið á aftaninn.
Er Ingimundur ætlaði af baki mælti hann. „Stirður er ég nú og
verðum vér lausir á fótum hinir gömlu mennirnir.“ Sveinninn tók
hann þá af baki og sá þá að spjótið stóð í gegnum hann. Ingimundur
bað sveininn að fara til Hrolleifs og segja honum að fara á braut áður
en dagur rennur. „Mín er eigi að betur hefnt þótt hann deyi, en mér
sæmir að skjóta skjóli yfir þann, er ég hef áður á hendur tekist, meðan
ég má mæla, hversu sem síðar ferr.“ Síðan braut Ingimundur spjótið
af skafti og gekk inn með fulltingi sveinsins og settist í öndvegi sitt. Bað
hann eigi að gera ljós áður en synir hans kæmu heim.
Sveinninn fór til árinnar og sá þar marga laxa, sem Hrolleifur hafði
veitt. Sveinninn mælti. „Það er sannmælt að þú er mestur mannhund-
ur, þú hefur það gert að vér munum aldrei bætur bíða, veitt Ingi-
mundi bónda bana og bað hann mig svo segja þér að þú skyldir eigi
morgunsins heima bíða, og kvaðst það ætla að synir sínir muni til þín
eiga eftir föðurhefndum að leita, og gerði ég þetta meira að bæn hans,
en hitt að þú væri mér svo sparr undir öxi þeirra bræðra.“ Hrolleifur
svarar: „Ég trúi því er þú segir, en eigi skyldir þú heill héðan fara, ef þú
hefðir eigi þessi tíðindi sagt.“