Húnavaka - 01.05.1980, Blaðsíða 35
HÚNAVAKA
33
svefns né matar, ef von var um lax. Ásgeir var óvíiinn og ekki kröfu-
harður um aðbúnað. Hann sagði kofann okkar hinn ágætasta, „úti-
lega er útilega“, en fyrir kom að við fengum svo kresna gesti að þeir
vildu heldur liggja úti, en inni í kofanum.“
Enn segir Tryggvi í ævisögu sinni.
„Það kom fyrir að teknar voru mikilvægar ákvarðanir í kofanum og
þá sagðist ég nú fara að taka leigu fyrir hann, ef það ætti að fara að
stjórna landinu frá honum. Ég man eftir því, að sumarið 1958, kom
Friðjón Skarphéðinsson þá ráðherra i stjórn Emils Jónssonar, og þeir
ráðslöguðu í kofanum, hann og Ásgeir. Ekki vissi ég hvað þeir töluðu,
nema ég heyrði Ásgeir segja, þegar þeir voru að slíta talinu og hann
var að fara í stígvélin, en hann lét aldrei tefja sig frá veiði:
, Já, þetta verður víst að gerast á þennan hátt“.
Erlendir veiðimenn
Margir erlendir menn hafa veitt í Vatnsdalsá. Einn þeirra er
ameríski héraðsdómarinn Roderich Haig Brown. Hann skrifaði eitt
sinn grein í ársfjórðungsritið „The American Sportsman“ og lýsir tíu
daga dvöl við laxveiðar í Vatnsdalsá. Alls er greinin 23 síður í stóru
broti með samtals rösklega 12 síður af litmyndum. Frásögn þessi er
bæði fróðleg og skemmtileg og lýsir vel hve dásamlegt erlendum
veiðimönnum finnst að stunda laxveiðar í Vatnsdalsá.
Við grípum hér niður í þýðingu Stefáns Jónssonar á greininni. Fyrst
hugleiðingar veiðimannsins kvöldið sem hann kom í veiðihúsið
Flóðvang:
— Framan við veiðihúsið breiddi litla stöðuvatnið úr sér, lognslétt í
grárri dagsbirtu miðnæturinnar; skýin héngu lágt með dökkri fjalls-
hlíðinni handan dalsins, heiðlóan kvakaði úti í móanum skammt frá.
Þetta var nóg til að sofna við — nýtt land, nýtt fljót, nýir fuglar,
ókunnir fiskar, þúsund spurningar sem næsta vika eða tíu dagar
kynnu að svara.
Síðar segir héraðsdómarinn.
— Áin var miklu fallegri en ég bjóst við. Hún er væð hér um bil
hvarvetna milli hyljanna, en sjálfir eru þeir nógu stórir til þess að
útheimta löng og góð köst og mikla leit.
Héraðsdómarinn lýsir reynslu sinni af því að fiska undir Stekkjar-
fossi á þessa leið:
3