Húnavaka - 01.05.1980, Page 37
HÚNAVAKA
35
Aldrei öngulsárir
Þegar hér var komið sögu fannst mér þetta ætla að verða ósköp
auðvelt. Fiskurinn tæki fallegar þurrar hárflugur möglunarlaust.
Einum tveim dögum seinna sá ég annan veiðimann reyna sömu aðferð
við fisk í næstum sams konar stöðu. Laxarnir eltu vissulega, en það tók
meir en hundrað köst og mörg fluguskipti að fá einn til að taka — og í
þetta sinn flugu með úfnum vængjum og svörtum búk, sem kölluð er
Pass Lake.
Þegar komin var kyrrð á hylinn og einn eða tveir fiskar á sinn stað
þá reyndi ég. Þeir litu ekki við neinu fyrr en ég setti á Blue Charm
blautflugu, sem dróst yfir þá með feiknalegum hraða. Fiskur elti hana
í öðru kasti eina fimm metra undan straumi með hálfa hliðina upp úr
vatninu. Hann náði henni ekki, svo ég kastaði aftur. Enn elti hann á
nákvæmlega sama furðulega hátt, en í þetta sinn náði hann henni vel
og var landað i fyllingu tímans.
Það eru ýmsar aðferðir við að ná fiski úr Stekkjarfossi, og sú er ekki
síst að sitja eða liggja á syllu eina tíu metra fyrir ofan hylinn og fiska
undan straumi á blautflugu. Það er mjög skemmtilegt og ekki síst
freistandi, þegar fátt er um fiska í efri hluta árinnar. En sennilega er
tímanum betur varið í það að leita í einum tíu eða tólf fallegum
hyljum, sem eru milli Stekkjarfossins og Grímstungu.
í greininni segir héraðsdómarinn að aldrei hafi hann eða félagar
hans komið öngulsárir úr Vatnsdalsá. Alltaf var einhvern fisk að fá.
Sjálfur sagðist hann þó hafa verið nýstaðinn upp úr sjúkrahúslegu og
hafi því gert meir af því að skoða en fiska.
— Veðrið var óstöðugt, en yfirieitt hlýtt og oft sólskin, næstum
ávallt með misvindi. Inni í gljúfrinu gat blásið af öllum höfuðáttum,
meðan stóð á einu kasti, sem krafðist ýmiskonar merkilegra tilfæringa,
ef allt átti að fara vel. Þar voru alltaf ný blóm að skoða, stundum kom
ég á bakka, sem voru heilir grasgarðar með stör og mosa og stjörnu-
blóm, stundum fjólur og blágresi og eyrarrósir á gráum melnum.
Fuglarnir voru fjörugir og fallegir, kríurnar, sem sýndu hvarvetna
listflug, villisvanirnir kostulegu, sem sópuðu dalinn með vængjunum
fram og til baka, spóar, stokkendur, flórgoðar og straumendur, sól-
skríkjur, stelkar, sandlóur, og hópar af heiðlóum. Ég get með sanni
sagt, ég þurfti ekki meir til að gleðjast við.