Húnavaka - 01.05.1980, Page 38
36
HÚNAVAKA
Formleg athöfn
Að lokum grípum við niður í grein héraðsdómarans þar sem hann
fjallar um veiðar í Hnausastreng og Hólakvörn:
— Það má heita formleg athöfn að landa fiskiú Hnausastreng.
Maður lét stóran og góðan háf um það bil hálfa leið niður með
strengnum fast niðri við vatnsborð á lygnunni. Þegar fest var í fisk í
ofanverðum strengnum, fór maður strax upp úr ánni og ofan eftir til
þess að komast burt frá tökustaðnum. Flestir fiskanna voru fremur
seinir að bregðast við önglinum, þeir dokuðu við örlitla stund, á
meðan veiðimaðurinn var að hafa sig á þurrt land og niður með
hylnum. Þegar þeir fundu fyrir önglinum að nokkru ráði, tóku þeir
tvær til þrjár rösklegar rispur, góðan spöl út með undirlínuna, stukku
stundum hátt upp úr vatninu, en tóku þó oftar snarpa roku á yfir-
borðinu svo að hvítt löðrið stóð um þá í vatnsskorpunni, og linntu alls
ekki á sprettinum. Einn 14 punda lax tók fimm þess háttar spretti út
með að minnsta kosti 40 metra af undirlínunni í hvert skipti.
Að svo búnu náðust þeir venjulega nær bakkanum, svo að manni
fannst þeir hlytu að vera gefin bráð — að minnsta kosti fannst mér það
í byrjun. Maður gat lyft þeim, velt þeim, og jafnvel stöðvað skyndi-
legan sprett með fluglínunni einni saman. En að koma þeim í háfinn
eða upp á þurrt var allt annað mál. Það var eins og þeir yrðu aldrei
þrotnir að kröftum, og þegar aðeins er eftir stutt lína úti eru loka-
sprettirnir alltaf hættulegir. Það var ákaflega æsandi leikur að háfa
þessa fiska á eigin spýtur. Það var freistandi að reyna of snemma að
koma þeim í háfinn í stað þess að bíða þar til úr þeim væri öll þrjóska
og mótspyrna, sem gat svo auðveldlega fengið útrás í nýjum spretti.
Hver tilraun til að koma háfnum undir fiskinn aftan frá, þó að hann
væri kominn á hliðina, var vís með að æsa hann upp í aðra striklotu
fram á undirlínu. Að teyma fiskinn yfir háfinn í þeirri von að geta lyft
honum eins og silungi var jafn vonlaust, og það eins þótt hausinn á
honum væri kominn yfir miðjan háf, þá skynjaði hann hættuna á
andartakinu, þegar þú ætlaðir að lyfta háfnum, og forðaði sér. Aleina
leiðin var sú, að beina honum að háfnum og láta hann synda inn í
hann sjálfan. Og jafnvel þetta var ekki hættulaust. Einn af fiskunum,
sem ég kom í háfinn með þessum hætti synti á netið af slíku afli, að
hann svipti gjörðinni með netinu af skaftinu. Þetta var yfir djúpu
vatni. Ég greip eftir netgjörðinni og fiskinum og hrasaði um leið svo að