Húnavaka - 01.05.1980, Síða 43
HÚNAVAKA
41
sem Gisli bóndi Benediktsson á Skinnastöðum átti. Það var þungt og
erfitt í flutningi.
Matur og annað, sem með þurfti var flutt á klakk. Öðrum megin var
skrina undir mat, sem var einkum flatkökur, rúgbrauð og nýtt kjöt af
gangnalambinu, en hinum megin var strigapoki með sokkum, teppi og
fleiru sem með þurfti, svo sem tjaldsúlum, en tjaldið ofaní milli ásamt
prímus, olíu og þess háttar. Illa gekk oft að halda þessu öllu án bleytu,
en það fann enginn til þess.
Ekki man ég til þess að þá væru menn með svefnpoka heldur settu í
tjaldbotninn reiðingsdýnurnar, töskuna eða vatnsfötin undir höfuðið;
gæruskinn og jakki voru notuð í sængur stað. Var þessi útbúnaður
undarlega skjólgóður jafnvel þótt hann væri mikið rakamettaður. Svo
voru það ullarnærfötin svellþæfð og vel frágengin. Munu þau ugg-
laust hafa bjargað mörgum frá fjörtjóni.
Á þessum árum saumaði Sæmundur Pálsson klæðskeri á Blönduósi
utanyfirjakka úr þykku efni og fóðraða. Voru þeir með afbrigðum
skjólgóðir og vatnsverjandi en þungir voru þeir blautir.
Á öllum næturstöðum á heiðinni þurfti að vaka yfir hestunum. Var
þessum vöktum skipt niður á tjöldin og voru jafnan tveir tímar á tjald
að mig minnir. Spillti þetta mikið nætursvefni sérstaklega hjá þeim
sem voru á vakt um miðja nóttina. Ekki minnist ég þess að svefnleysi
eða notkun á Bakkusi fram eftir nóttu kæmi að sök þegar á göngur var
komið.
Mín fyrsta gangnaferð er mér mjög minnistæð og skal nú greint frá
henni í stórum dráttum. Þetta var, að mig minnir, haustið 1932. Þá
var mæðiveikin ekki komin og engar vörslur á heiðinni. Smöluðu
Húnvetningar suður í Gránunes, þar sem fé Húnvetninga og Árnes-
inga var dregið í sundur, en sunnanmenn komu svo út að Seyðisá til
sundurdráttar. Milli þessara staða smöluðu Húnvetningar og Árnes-
ingar eftir settum reglum.
Við Jónas bróðir lögðum af stað úr hádegi og fórum fram Svínadal.
Gistum við niðurásamenn jafnan á Rútsstöðum hjá Sigurjóni bónda
og konu hans Guðrúnu við ágæta aðbúð og rausn. Var þar oft þröngt á
þingi en samt var ætíð nóg pláss.
Aðra nóttina var legið í Seyðisárdrögum. Snemma næsta morgun
var skipt liði og smalað frá Sandkúlufelli, Biskupstungur, Hveravellir
og Þjófadalafjöll frá Þröskuldi, og komið saman við Hvannavallakvísl.
Var þá komið um hádegi. Þaðan ráku sumir féð til Seyðisárréttar til