Húnavaka - 01.05.1980, Síða 44
42
HÚNAVAKA
geymslu yfir nóttina en aðrir leituðu Kjalhraun, Þjófadalafjöll aftur
og þar í kring og náttuðu sig í Þjófadölum.
Gangnaforinginn, sem þá var Sigurjón á Rútsstöðum, bað okkur
Þormóð Guðlaugsson, sem fór í göngur fyrir Stóradal, að fara upp með
Hvannavallakvísl að Langjökli og ganga vestan við Þjófadalafjöllin
eftir daldragi suður fyrir þau. Drag þetta er ekki breitt en slétt og
algjörlega gróðurlaust. Syðst í því kemur Fúlakvísl undan jöklinum.
Steypist hún eftir djúpu gili fram á jafnsléttu sunnan við Þjófadala-
fjöll. Syðst í Þjófadalafjallgarði er hár strýtumyndaður hnjúkur sem
heitir Rauðkollur. Þar handan við Fúlukvisl skagar fell út úr Lang-
jökli, suðvesturhlið þess er mjög grasigróin, og er kölluð Fagrahlíð; eru
þar jafnan kindur sem verður að sækja yfir ána. Það gengur stundum
böslulega því hún er vatnsmikil, straumþung og ill yfirferðar.
Við Þormóður gengum greitt í blíðskaparveðri þar til við komum að
upptökum Fúlukvíslar. Gilið var mikilúðlegt þar sem vatnsstraumur-
inn ólgaði undan jöklinum líkast sem syði í potti. Er það mikilfengleg
sjón.
Ég var létt búinn en samt með húfu, trefil, vettlinga og svipu sem ég
hafði fengið í fermingargjöf frá vinkonu minni, silfurbúna með nafni
mínu á svipuhnúðnum — mesta dýrgrip. Hafði ég lagt frá mér trefil-
inn, vettlingana og svipuna meðan ég athafnaði mig. Allt í einu
hrópar Þormóður: „Það eru kindur uppi Rauðkoll“. Mér brá illilega
því af reynslu annarra vissi ég að við kindur, sem fyndust þar í fjallinu,
var ekki gott að fást. Það væru verulegar fjallafálur.
Við drifum okkur af stað til kindanna og gerðum mikla hernaðar-
áætlun hvernig við skyldum góma þær. í öllu óðagotinu, þegar við
Þormóður sáum kindurnar, gleymdi ég treflinum, vettlingunum og
svipunni, en uppgötvaði það ekki fyrr en um kvöldið í náttstað. Var
ákveðið að ég næði í það morguninn eftir en það fór á annan veg. Er
ekki að orðlengja að eltingarleikurinn við kindurnar, sem var ær með
lambi, var sá mesti sem ég hef komist í við skepnur. Við eltum rollu-
skrattann fram og til baka en loks komum við henni á sléttlendið
sunnan við Þjófadali og stefndi hún á mikilli ferð austur í Kjalhraun.
Vorum við Þormóður þá það uppgefnir að ekki lá annað fyrir en að
hætta eltingarleiknum. En þá bættist liðsauki; það voru þeir Sigurjón
gangnaforingi, Jónas á Torfalæk og Albert á Snæringsstöðum sem
komu frá því að leita Fögruhlíð, náttúrlega flugríðandi. Stefndu þeir í
veg fyrir kindurnar en þær vildu ekki gefa sig strax. Endirinn varð sá