Húnavaka - 01.05.1980, Side 45
HÚNAVAKA
43
að ærin skall niður steindauð (sprakk). Þá var lambið fljóttekið og
síðan haldið inn í Þjófadali í náttstað.
Um kvöldið veiktist ég hastarlega, fékk hita og köldu. Var ég dúð-
aður niður með gæruskinnum og öðru. Sofnaði ég þá fljótlega og svaf
vel og var hress þegar ég vaknaði um morguninn og skyldi ekki hvernig
á því stæði. Þegar ég lagði af stað í göngurnar stakk móðir mín í
brjóstvasa minn hoffmannsdropaglasi, sagði að verið gæti að ég hefði
gott af að dreypa á því ef mér yrði kalt. Þegar ég svo reis upp um
morguninn fann ég til einhverrar bleytu á brjóstinu og fór að athuga
af hverju það stafaði. Kom þá í ljós að tappinn hafði farið úr glasinu og
það tæmst ofan á brjóstið á mér. Er ég ekki í neinum vafa um að það
hefur bjargað mér frá veikindum.
Það varð ekki af því að ég færi vestur fyrir fjöll að ná í dótið mitt þar,
því komin var snjókoma og dimmviðri. Haldið var á göngur þó lítið
leitarveður væri og komið að Seyðisárrétt um hádegi og tekið til við
sundurdrátt milli Húnvetninga og Árnesinga. Þar voru markglöggir
menn með afbrigðum, nokkrir Árnesinganna, en við höfðum
Marka-Leifa sem þekkti öll mörk beggja megin heiða. Menn unnu sér
til hita þótt slydda væri og allt forblautt. Er sundurdrætti var lokið
rákum við norðanmenn okkar safn yfir Seyðisá og út fyrir Kúlukvísl.
Lentum við í miklu basli yfir Seyðisá, því hún var mikil, og blotnuðum
við flestir þar illilega en engum varð meint af því volki. Náttstað
höfðum við þá nótt við Seyðisá ásamt Árnesingum, sem geymdu sitt fé
í réttinni.
Þess skal getið að tveimur árum eftir þessar göngur fékk ég svipuna
senda austan úr Árnessýslu. Hafði þá Árnesingur nokkur fundið hana,
þar sem ég skildi við hana á gilbarmi Fúlukvíslar. Var hún orðin ansi
veðruð en í sama uppáhaldi hjá mér eftir sem áður.
Næsti áfangi var til Kolkuhóls, langur og mjög erfiður því féð var
margt. Síðasti áfangi var frá Kolkuhól til Auðkúluréttar, einnig lang-
ur og erfiður; féð orðið þreytt og latrækt en hafðist að lokum. Tvo
síðustu dagana voru trússar teknir af þeim sem vildu og hafðir í lest
sem minnst tveir menn voru með.
Þeim kindum, sem ekki gátu gengið, var lógað, tekið innanúr og
föllin flutt á klakk til rétta. Voru þau stundum hirt af eigendum en
yfirleitt held ég að þetta hafi verið lítils virði.
Nú eru þægindin meiri í göngum enda styttra að smala — menn-
imir fluttir á bíl til Hveravalla, nema þeir sem reka hestana, mötu-