Húnavaka - 01.05.1980, Page 46
44
HÚNAVAKA
neyti, sem um sjá fyrsta flokks ráðskonur, með heitan og góðan mat,
hús til að gista í og girðingar fyrir hestana yfir næturnar. Samt sem
áður eru gangnadagar erfiðir og reynir á þrek og dugnað gangna-
manna nú eins og áður. Þótt nokkur ár séu síðan ég fór síðast í göngur
fylgir hugurinn gangnamönnum og fiðringur um að gaman væri að
fara í einar göngur ennþá.
LÉTTLYNDASTIR AF NORÐLENDINGUM
Ekki er jafnmikill skortur skemmtanar í þeim héröðum, þar sem menn eru sífellt á
ferðalagi, eins og annars staðar. Og er það ef til vill mesta gagnið, sem er af slikum
ferðalögum. Húnvetningar og Skagfirðingar eru léttlyndastir af Norðlendingum.
Austar hafa menn minni samgöngur við önnur héröð og lifa kyrrlátara lífi. Hin löngu
vetrarkvöld stytta menn sér stundirnar með sagnakveðskap.
Fyrrum var hér mikið um drauga- og galdrasögur, en þess háttar hjátrú og vitleysa
fer nú minnkandi. Á ferðum okkar nyrðra urðum við aðeins varir við eitt dæmi þessa,
er annar okkar hitti bónda nokkurn, sem þjáðist af þess konar imynduðum sjúkdómi.
Hann var tærður upp, gulgrár og fölur í andliti og liktist helst vofu. Hann talaði hátt,
en var að öðru leyti skynugur maður, siðugur og kyrrlátur.
Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar.
AGI MEÐAL ÞINGEYRAMANNA
Var þá inn mesti agi í meðal Þingeyramanna ok herra byskups. Sigldi Guðmundr
ábóti um sumarit ok var i Nóregi tvá vetr. Læstu bræðr klaustr fyrir Auðuni byskupi
ok svá kór, svá at hann náði ekki við bræðr at tala. Var bróðir Björn Þorsteinsson
prior. Náði byskup at kalla mat af staðnum ok hans menn, en síra Hafliði lét bera
drykkjarkost af Breiðabólstað. Höfðu bræðr marga bændr fyrir sér til styrks ór
Vatnsdal ok vestrsveitum.
Lögmannsannáll 1317.