Húnavaka - 01.05.1980, Page 49
SIGURÐUR ÞORBJARNARSON frá Geitaskarði:
Hún borgaði sig
baráttan hérna
Mér er kunnugt að sú er skoðun margra að ýmislegt megi þarfara
vinna en að rýna í hugskot gamals fólks — tína þaðan skoðanir,
minningabrot og myndir, sem flestar eiga rætur í löngu liðinni tíð.
Þær eiga, að sögn, ekki heima í nútímanum — falla ekki að aldar-
anda eða hugsunarhætti líðandi stundar, vegna þess að þær urðu til
hinum megin við þjóðlífsbyltinguna, þegar horfið var frá því, sem
verið hafði um aldir, og til þess sem er.
Öðrum virðist sem þetta aldna fólk búi yfir reynslu og þekkingu,
sem betur sé geymd en gleymd. Einn þeirra er sá sem þessar línur
skrifar.
Þetta fólk lifði slíkar breytingar á lífsháttum og lífsaðstöðu þjóðar-
innar að ekki er trúlegt að slíkt eigi eftir að gerast nokkurn tíma aftur.
Það lifði það að sjá þjóðina ganga út úr lágreistum, köldum og
dimmum torfbæjum og inn í rúmgóð, björt og hlý húsakynni nútím-
ans. Það lifði það að sjá vélar og tæknibúnað margvíslegan leysa af
hólmi þau einföldu tæki, sem leikið höfðu í höndum landsmanna lítið
breytt frá upphafi byggðar hér. Það lifði það að sjá samúð og samhjálp
eyða umkomu og öryggisleysi lítilmagnans. Það lifði það að sjá lífskjör
þjóðarinnar snúast frá sárri fátækt til almennrar velmegunar. Og það
lifði ekki þessa byltingu bara sem áhorfendur; það stóð að henni og
fylgdi henni eftir. Flest þetta fólk er úr hinum stóra, hljóðláta hópi,
sem vann störf sín bundið þeirri kvöð að sjá sér og sínum fyrir brýnustu
nauðþurftum. Það ruddi sér ekki til rúms í sögunni, sem einstaklingar,
en á elju þess og dug nærast rætur framtaks og framfara nútímans.
Það lagði grunninn að framtíðarheill þjóðarinnar.
Af framangreindum ástæðum finnast mér skoðanir og minningar
þessa fólks forvitnilegar og merkilegar. Þeirra vegna vil ég að þekking