Húnavaka - 01.05.1980, Page 50
48
HÚNAVAKA
þess á því sem var varðveitist. Það ætti ekki að saka neitt hálauna- og
hægindafólk samtímans, þó að upp sé brugðið í fáum dráttum, mynd
af kjörum þeim og aðstöðu, er þeir lifðu við, sem hlutina bjuggu í
hendur þess.
Einn af þeim sem iifði í þessum horfna heimi er Jón Guðmundsson
fyrrum bóndi á Sölvabakka. Það varð að samkomulagi okkar á milli,
að hann segði mér „sitt lítið af hverju“ um það, sem á daga hans hefir
drifið, en þrátt fyrir háan aldur er minni hans furðu glöggt, einkum á
atburði fyrri ára. Og nú sit ég hér á Sölvabakka andspænis viðmæl-
anda mínum.
Hann er ekki fyrirferðarmikill hann Jón í stóinum sínum við
borðsendann. Hann er holdskarpur og grannvaxinn, herðarnar
lotnar orðnar undan þunga langs og annasams starfsdags, en hreyf-
ingarnar eru kvikar og handtakið þétt. I andliti er hann vel farinn,
fölleitur og sléttleitur; hárið og snöggklipptur kampur á efrivör, hvítt.
Augun, grá og hvöss undir þungum brúnum, bera vott stóru skapi og
örum tilfinningum.
Stafnbúi var hann aldrei á þjóðarskútunni, en stóð að sínum verk-
um daginn langan og stundum nóttina með, án þess að um hann léki
neinn ljómi stórra atburða, sem færðu hann í sviðsljós líðandi stunda.
Hann er einn úr hinum stóra þögla hópi.
En ég veit að þegar við hefjum spjall okkar, þá mun hann ekki
leggjast á skoðanir sínar fremur en endranær, hann mun segja hug
sinn allan, og upphafið verður þessi þjóðlega spurning: Hvar ertu
fæddurJón?
Ég er fæddur á Hjaltabakka 26. nóvember 1892. Faðir minn var
Guðmundur Guðmundsson, Sveinssonar af Hnjúkaætt, og er hún
fjölmenn hér í héraði og víðar um land. Föðuramma mín var „undan
jökli“ eins og sagt var um það fólk, sem upprunnið var úr nærsveitum
Snæfellsjökuls. Hún hét Þórkatla Gísladóttir. Móðir mín var Guðný
Sæbjörg Finnsdóttir, Magnússonar af Syðri-Eyjar og Hafnaætt.
Móðuramma mín hét Sólbjörg Jónsdóttir af Syðri-Eyjarætt.
Eg var næstelstur í sex systkina hópi. Foreldrar mínir fluttu frá
Hjaltabakka vorið 1893 að Glaumbæ í Langadal og bjuggu þar til
1897 að þau fluttust til Blönduóss í skúr eða smáhýsi, þar sem gömlu
kaupfélagshúsin standa nú. Þar héldu þau til meðan faðir minn reisti
bæinn Grund, sem síðar var oft kallaður Klaufarbær eða bara í