Húnavaka - 01.05.1980, Side 51
HÚNAVAKA
49
Klaufinni. Hann er nú horfinn eins og margt fleira frá þessum tíma.
Eg held að Grund hafi verið fyrsta nýbýlið sem reist var á landi því er
síðar varð eign Blönduóshrepps.
Af þessum slóðum á ég mínar fyrstu minningar, og þær eru allar
ljúfar. Hæst ber þar vígslu Blöndubrúarinnar gömlu árið 1897. Auð-
vitað gerði ég mér þá ekki neina grein fyrir því, hversu stórmerkum
áfanga þarna var náð. Segja mátti að með nokkrum hætti lægi flagðið
Blanda bundin og sigruð undir fótum þeirra sem um brúna fóru.
Ferlifólk þurfti ekki lengur að búa við ofríki hennar og grimmd. Það
var ekki lengur háð duttlungum hennar um að komast leiðar sinnar,
og mannfórnir hennar lögðust af. Brúin varð lífæð stóraukinna fé-
lagslegra samskipta héraðsbúa, auk þess sem hún var jafn örugg
ferðatrygging þeim sem þurftu milli héraða eða landshluta að fara og
heimamönnum.
En það sem skýrast er í minningunni um þennan atburð er hvorki
brúin sjálf né það stórmenni, sem margt var víst um þarna, bæði úr
héraði og utan þess. Hannes Hafstein mun hafa verið viðstaddur, en
ekki man ég hann. Nei, það sem mér er gleggst í minni er söngur;
fjöldasöngur sem mér finnst einn sá fegursti, sem ég hefi heyrt. Ljóð,
eitt eða fleiri höfðu verið ort í tilefni vígslunnar, og a.m.k. eitt þeirra
var sungið þarna undir laginu við „Ó fögur er vor fósturjörð“, og er
mér það síðan kærast allra laga.
Sjálfsagt hefur þessi söngur orkað svona sterkt á barnshugann vegna
þess að ég hafði aldrei heyrt slíkt áður. Það var ekki sungið við daglegt
amstur á þeim tíma — í besta falli raulað. Við vígsluna voru teknar
nokkrar myndir og eignaðist faðir minn eina þeirra, en sendi hana
síðar til Ameríku, Jóni fósturbróðir sínum, Jónssyni, sem þar var
búsettur. Eftir þessum manni er ég heitinn, og kemur hann seinna við
mína sögu.
Mér hefur orðið skrafdrjúgt um þennan atburð. Það er af því að
hann er vafinn ljóma og litadýrð hrifningar, sem börnum einum er
fært að bregða yfir atburði og atvik. Ljóminn dofnar ekki, mér finnst
hann fremur hafa skýrst, þó að meira en 80 ár séu síðan ég, fimm ára
patti, hlustaði á voldugan fagnaðarsöng fólksins yfirgnæfa svarr
Blöndu við klappirnar.
A þessum árum var börnum haldið til starfs strax og þau gátu
eitthvert gagn gert. Svo var um okkur systkinin. Við vorum látin
snúast við bústörfin heima á Grund strax og getan leyfði. En þar fyrir
4