Húnavaka - 01.05.1980, Page 55
HÚNAVAKA
53
sjálfseignarbóndi, en þungróið mundi í vörina þá, það gerði ég mér
ljóst en takast skyldi það. Fyrrnefndur nafni minn, sem til Ameríku
fór, fékk fyrir tilviljun spurnir af því að hugur minn stæði eindregið til
þess að eignast jörðina, og frá honum fékk ég bréf, þar sem hann sagði
mér að hann væri fús til að rétta mér hjálparhönd að vissu marki. Verð
jarðarinnar var kr. 4.500 — og skyldi tíundi hluti greiddur við undir-
skrift kaupsamnings. Aðstoð nafna míns nam 100 dölum, og dugði til
þess að ég gat snarað út fyrstu afborgun, og þar með voru kaupin gerð.
Þetta gerðist árið 1928.
Sjálfsagt er það alveg fyrir ofan skilning ungs fólks í dag, að það var
efnalitlu fólki, á þessum tíma allt að því ókleift að afla slíkrar upp-
hæðar.
Heimskreppan var um þessar mundir farin að sýna klærnar, þó að
hún ætti eftir að verða enn tilfinnanlegri síðar. Nú skyldi maður ætla
að flest léki í lyndi fyrir okkur hjónunum, þar sem því marki var náð,
sem stefnt var að frá bernsku. Víst var ánægjan mikil að vera orðinn
sjálfseignarbóndi á Sölvabakka, en ég geri tæplega ráð fyrir að þeir
sem ekki muna kreppuárin geti gert sér í hugarlund, hversu fá sund
þeim voru opin, sem skuldugir voru, og hversu hart varð að sér að
leggja til að endar næðu saman, og raunar náðu þeir sjaldnast saman.
Þá varð bara að segja nei við sjálfan sig. Það sem ekki var hægt að veita
Fjölskyldan á Sölvabakka 1932. 1 baksýn er nýbyggður kjallari íbúðarhússins, en það var búið í
honwm í þrjú ír.