Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1980, Page 58

Húnavaka - 01.05.1980, Page 58
56 HÚNAVAKA tíma til að rétta við aftur eftir að hafa svignað fyrir sviptibyl sorgar og eftirsjár. En tíminn, sá mikli meinagræðir, dró smám saman úr svið- anum og þó enn taki stundum í örin eftir þetta sár, tel ég að ég eigi nú þau svör, sem mér duga við spurningunum sem lát drengsins míns vakti mér, þótt þau verði ekki þulin hér. Mín sterka stoð í þessari raun var konan mín. Hún átti nægilegt þrek og trúarstyrk fyrir okkur bæði og raunar var það svo að hún var mér sú stoð og stytta í bókstaflegri merkingu þeirra orða sem mér dugði til að sigrast á öllum örðugleikum. Hún átti virðingu allra, sem henni kynntust, og hún var vandalausum börnum, sem hjá okkur dvöldust, jafn nærgætin og umhyggjusöm móðir og sínum eigin barnahópi. Eftir að fjárhagur okkar rýmkaðist var henni það unun að gleðja börn með gjöfum og rétta þeim hjálparhönd sem henni fannst standa höllum fæti í lífsbaráttunni. Hún dó 3. apríl árið 1972. Blessuð sé hennar minning. Að sigruðum þeim örðugleikum, sem kreppan og önnur áföll þess- ara ára færðu mér í fang, fór að rofa til. Maður fór að sjá árangur erfiðis síns og vissa um betri og bjartari framtíð létti manni líf og störf. En smeykur er ég um að þeir mörgu, sem í dag lifa undir kjörorðinu: „sem allra mest fyrir sem allra minnst“ eigi bágt með að skilja hvað og hvernig líf alls almennings var á þessum árum. Þótt kreppan hefði linað tök sín á efnahag og afkomu var þó öll raun ekki úti enn fyrir bændastéttina. A fimmta áratugnum fengu þeir erfiðan draug við að glíma þar sem mæðiveikin var. Það var blóðugt að horfa upp á fjárstofninn hrynja niður og fá ekkert að gert, en það él gekk yfir eins og önnur og upp af baráttunni við þá pest spruttu ýmsar félagslegar framkvæmdir, sem áttu eftir að verða bændum bústyrkur. Mjólkursamlag var reist og ræktun lands jókst. Hrossasölusamlag var stofnað í samvinnu við Skagfirðinga með sölu hrossakjöts að mark- miði. Húnvetningar hafa löngum verið hrossamargir og þegar pestin fór að rýra afkomuna brugðu þeir á það ráð að fjölga þeim enn, og sá Sölusamlagið um afsetninguna. Þetta gaf allgóða raun en satt að segja hafa mér ætíð fundist hross til annars betur fallin en éta þau. Ég átti löngum góðhesta og hafði af þeim mikið yndi. Ég drap á að meðal þeirra gripa, sem ég átti þegar ég kom að Sölvabakka, var mertryppi veturgamalt. Þetta tryppi varð ættmóðir hrossanna hér og ættstuðul þeirra á ég auðvelt með að rekja aftur fyrir aldamót, til hryssu, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.