Húnavaka - 01.05.1980, Page 58
56
HÚNAVAKA
tíma til að rétta við aftur eftir að hafa svignað fyrir sviptibyl sorgar og
eftirsjár. En tíminn, sá mikli meinagræðir, dró smám saman úr svið-
anum og þó enn taki stundum í örin eftir þetta sár, tel ég að ég eigi nú
þau svör, sem mér duga við spurningunum sem lát drengsins míns
vakti mér, þótt þau verði ekki þulin hér.
Mín sterka stoð í þessari raun var konan mín. Hún átti nægilegt
þrek og trúarstyrk fyrir okkur bæði og raunar var það svo að hún var
mér sú stoð og stytta í bókstaflegri merkingu þeirra orða sem mér
dugði til að sigrast á öllum örðugleikum. Hún átti virðingu allra, sem
henni kynntust, og hún var vandalausum börnum, sem hjá okkur
dvöldust, jafn nærgætin og umhyggjusöm móðir og sínum eigin
barnahópi. Eftir að fjárhagur okkar rýmkaðist var henni það unun að
gleðja börn með gjöfum og rétta þeim hjálparhönd sem henni fannst
standa höllum fæti í lífsbaráttunni. Hún dó 3. apríl árið 1972.
Blessuð sé hennar minning.
Að sigruðum þeim örðugleikum, sem kreppan og önnur áföll þess-
ara ára færðu mér í fang, fór að rofa til. Maður fór að sjá árangur
erfiðis síns og vissa um betri og bjartari framtíð létti manni líf og störf.
En smeykur er ég um að þeir mörgu, sem í dag lifa undir kjörorðinu:
„sem allra mest fyrir sem allra minnst“ eigi bágt með að skilja hvað og
hvernig líf alls almennings var á þessum árum.
Þótt kreppan hefði linað tök sín á efnahag og afkomu var þó öll raun
ekki úti enn fyrir bændastéttina. A fimmta áratugnum fengu þeir
erfiðan draug við að glíma þar sem mæðiveikin var. Það var blóðugt
að horfa upp á fjárstofninn hrynja niður og fá ekkert að gert, en það él
gekk yfir eins og önnur og upp af baráttunni við þá pest spruttu ýmsar
félagslegar framkvæmdir, sem áttu eftir að verða bændum bústyrkur.
Mjólkursamlag var reist og ræktun lands jókst. Hrossasölusamlag var
stofnað í samvinnu við Skagfirðinga með sölu hrossakjöts að mark-
miði.
Húnvetningar hafa löngum verið hrossamargir og þegar pestin fór
að rýra afkomuna brugðu þeir á það ráð að fjölga þeim enn, og sá
Sölusamlagið um afsetninguna. Þetta gaf allgóða raun en satt að segja
hafa mér ætíð fundist hross til annars betur fallin en éta þau. Ég átti
löngum góðhesta og hafði af þeim mikið yndi. Ég drap á að meðal
þeirra gripa, sem ég átti þegar ég kom að Sölvabakka, var mertryppi
veturgamalt. Þetta tryppi varð ættmóðir hrossanna hér og ættstuðul
þeirra á ég auðvelt með að rekja aftur fyrir aldamót, til hryssu, sem