Húnavaka - 01.05.1980, Side 60
58
HÚNAVAKA
skeið á Sölvabakka. Það virðist ekki langsótt að leiða að því getum að
það hafi smíðað Einar tengdafaðir Bessa þótt ekki sé það sannanlegt,
en Einar var þjóðhagasmiður.
Þegar Jón hefir boðið og ég þegið úr dósunum heldur hann frá-
sögninni áfram.
Eins og áður er sagt var afkoma okkar komin á sæmilega traustan
grunn eftir átök við kreppu, mæðiveiki og margvísleg áföll. Börnin
komin til þroska og aðstoðar. Þau eru:
1. Jón Árni, f. 5. maí 1921, d. 5. júlí 1935.
2. Guðmundur Jón, starfsmaður hjá SAH, f. 17. mars 1925. Kona:
Ingibjörg Jónsdóttir alþingismanns á Akri, d. 28. júní 1975. Þeirra
börn: Jón og Finnbogi Ottó.
3. Guðný Sæbjörg, f. 14. nóv. 1927. Maður: Finnur Kristjánsson
bóndi Skerðingsstöðum Barðastrandarsýslu. Þeirra börn: Kristján,
Finnur Ingi, Karlotta Jóna og Agnes. Einnig Jón Árni Sigurðsson,
er Guðný eignaðist fyrir hjónaband.
4. Ingibjörg Þórkatla, f. 25. sept. 1928. Maður: Einar Guðlaugsson frá
Þverá, bóndi í Vatnahverfi, búsett á Blönduósi. Þeirra börn:
Skarphéðinn Húnfjörð, Jón Karl Húnfjörð, Guðlaugur Húnfjörð,
Kári Húnfjörð og Magdalena Rakel Húnfjörð.
5. Finnbogi Gunnar járnsmiður í Reykjavík, f. 7. júlí 1930. Kona:
Sigurbjörg Sigfúsdóttir frá Breiðavaði. Þeirra börn: Jóhanna,
Birgir Karl og Sigfús Hermann.
6. Sigurður Kristinn byggingameistari á Blönduósi, f. 8. ágúst 1933.
Kona: Guðrún Ingimarsdóttir frá Skeggstöðum í Svarfaðardal.
Þeirra börn: Karlotta Sigríður, Ingimar, Jóhann og Auðunn
Steinn.
7. Jón Árni bóndi Sölvabakka f. 7. nóv. 1937. Kona: Björg Bjarna-
dóttir frá Haga. Þeirra börn: Magdalena Karlotta, Jófríður,
Bjarney Ragnhildur, Jóna Finndís og Anna Margrét.
Afkomendur okkar á lifi nú eru fjörutíu.
Búskap hætti ég svo árið 1964. Þá hafði sjúkleiki konu minnar
gengið svo nærri henni að hún var óvinnufær orðin. Brá ég þá til þess
ráðs að flytja vestur á Barðaströnd til dóttur minnar og tengdasonar.