Húnavaka - 01.05.1980, Page 61
HÚNAVAKA
59
Þar gat ég ekki fest yndi og kom aftur heim í Húnaþing eftir árs
fjarveru. Stöðvaðist ég þá á Blönduósi um skeið en heimaslóðir toguðu
stöðugt í mig.
Sölvabakki hafði verið í eyði meðan á fjarveru stóð. Börnin voru
búin að velja sér æfistarf og taka sér varanlega bólfestu, öll nema
yngsti sonurinn, Jón Arni, en hann var þá nýkvæntur og ungu hjónin
höfðu ekki enn gert statt við sig að hverju skyldi horfið.
Þá varð að ráði að ég afhenti þeim jörðina til eignar og umráða,
enda ættum við gömlu hjónin þar athvarf til æfiloka. Við vorum bæði
bundin þessari jörð svo sterkum böndum eftir meira en 50 ára veru, að
slit þeirra voru okkur um megn. Og þegar ég lít til baka finnst mér, og
er raunar viss um, að ég hefi ekki í annan tíma gert giftusamlegri
ráðstöfun bæði mér og konu minni til handa, þó að hún nyti þess ekki
nema skamma hríð.
Eg hafði húsað Sölvabakka að minnar tíðar hætti og gert aðrar
umbætur svo sem aðstæður og geta leyfði. En ungu hjónin, þau Árni
og Björg, hófust fljótlega handa um svo stórfelldar framkvæmdir að
jörðin er nú vart þekkjanleg. Túnrækt hafa þau stóraukið. Ræktað
land er nú 40 ha. Jörðina Neðri-Lækjardal keyptu þau að hálfu, á móti
Friðgeiri Kemp í Efri-Lækjardal, og lagðist það land, ásamt tilheyr-
andi veiðirétti í Laxá á Refasveit, undir Sölvabakka. Á þessu ári
(1979) var stofnað til félagsræktar á hluta Árna í Neðri-Lækjardals-
landi á vegum Búnaðarfélags Engihlíðarhrepps og var sáð í 50 ha. og
girt 80 ha. svæði. Þau hafa reist ný og fullkomin peningshús yfir allan
fénað — ásamt heygeymslum. Síðasta átakið var fjárhúsin. Þau rúma
400 fjár og eru mjög vönduð. Þak og hliðarveggir einangrað og þeir
klæddir. Ibúðarhúsið hafa þau endurbætt stórlega og vatnsleiðsla var
lögð um þriggja km veg. Það má raunar segja að ein stórframkvæmdin
hafi tekið við af annarri síðan þau hófu búskap hér. Ég veit að allt
þetta er ekki borgað út í hönd — skuldir munu nokkrar vera en bú
þeirra er bæði stórt og arðsamt og rekið af forsjálni og hagsýni svo
engin hætta er á að hver fái ekki sitt.
Hér vil ég í lokin koma að frásögn af atburði sem mér sýnist bæði
vísbending um það að sú ráðabreytni mín að kjósa mér dvöl hér í
ellinni var giftusamleg, og líka sönnun þess að ungu hjónin eru menn
til að mæta erfiðleikum.
Laugardagurinn 14. okt. ífyrrahaust (1978) var milduroghlýr. Það
var eins og náttúran væri í vafa um hvort hún ætti að taka til við að