Húnavaka - 01.05.1980, Page 63
HÚNAVAKA
61
gerast, en varð svo litið austur með húsinu og brá þá heldur illa.
Eldhaf teygði sig þar uppúr sem áður hafði verið þak fjóshlöðunnar.
Eg brá við og vakti Arna og Björgu — og þaut Árni út á nærklæð-
unum að leysa nautpeninginn en Björg fór í símann og kvaddi til
slökkviliðið á Blönduósi og gerði aðvart um sveitina.
Dreif brátt að fjölmenni og var barátta upptekin við bálið. Er
skemmst af að segja að hún stóð nóttina alla og næsta dag og linnti
ekki fyrr en siðasta þurrheystuggan var komin út úr hlöðunni, en svo
mátti heita að allur fóðurforði nautgripanna eyðilegðist eða um 800
m3 af úrvalstöðu, svo magnaður var þessi eldur, sem kviknað hafði út
frá rafmagni. Ekki brunnu eða skemmdust önnur mannvirki en hlað-
an, eða það af henni, sem brunnið gat, og var það að þakka vasklegri
framgöngu þeirra sem við eldinn börðust.
Meðan á þessu gekk var mér ekki rótt í geði. Þarna var stór hluti
sumarstarfs — og afkomu öryggis fólksins míns að eyðast í eldi. Gat
þetta slys e.t.v. þýtt það, að ungu hjónin bognuðu fyrir hörkutökum
erfiðleikanna, sem af þessu leiddu? Nei, á daginn kom að hyggindi og
forsjálni tók mesta þungann af áfallinu. Bæði hús og hey voru vá-
tryggð — og Árna lukkaðist bráðlega að festa kaup á nægu fóðri til að
engum grip þyrfti að farga.
Ekki veit ég hvort það er einsdæmi, en áreiðanlega er það fágætt, að
endurbygging húss sé hafin meðan það enn brennur, en þarna gerðist
það. Efniviður í þak var kominn á staðinn meðan enn logaði, og
sperrusmíði hafin. Og þakið var komið á, á þriðja degi eftir brunann
og þá aðeins eftir smíði hurða og glugga.
Þegar ég um sunnudagskvöldið leit yfir atburði síðasta sólarhrings
fylltist hugur minn djúpri þakkarkennd. Hvað hefði gerst hefði ég ekki
orðið eldsins var, hver hefðu örlög fjölskyldunnar á Sölvabakka orðið?
Ég læt þeirri spurningu ósvarað. Þarna á hlaðinu þetta milda haust-
kvöld með ramman eim af brenndu heyi í vitum þakkaði ég Guði fyrir
að mér skyldi gefast það lán að geta gert aðvart um voðann í tíma, og
sömu þökkum hafa kvöldbænir mínar verið bundnar síðan.
Ég átti oft volksama æfi og um mig gustaði tíðum. Trúlega var það
afleiðing minnar eigin eðlisgerðar. Ég er maður skapstór og ekki væg-
inn í orðum, sé á mig hallað, en hreinskilinn og hreinskiptinn tel ég
mig vera og hefi trúlega goldið þess fremur en notið. Það er venjulega