Húnavaka - 01.05.1980, Side 67
HÚNAVAKA
65
Morguninn eftir horfði verr við um leitir. Veður var kyrrt, en niða-
þoka svo leit var vonlaus með öllu. Við lögðumst því fyrir og sváfum til
kl. 10, en hresstum þó ferðafélagana um leið og við litum til veðurs. Þá
risum við upp og hituðum kaffi að gangnamanna sið. Um tólfleytið
glansbirti og þá var ekki til setu boðið, leitum skipt í snatri og skyldi ég
fara lengstu leitina eða „fram fyrir í Svörtutungum,“ eins og leitin
heitir á gangnamannamáli. Var mér hugað að bæta um það, sem áfátt
yrði þann daginn, í leit minni næsta dag. Ég hélt upp miðjar Guð-
laugstungur, leitaði Miðlækjardrög og hélt svo í „fremstu grös“ í
Svörtutungum, leitaði svo norður eftir þeim en þannig, að ég sæi
nokkuð að jöfnu vestur að Blöndu og austur að Svörtukvísl. Sörli
skokkaði á undan mér, áhyggjulítill, að því er séð varð. Heita mátti
stafalogn, aðeins stöku sinnum vart við vestanblæ, sem trauðla varð
merkjandi.
Allt í einu stansaði Sörli, þefaði ákaflega og rak upp ýlfurkennt gól.
Ég nam þegar staðar, fór af baki, gekk til hans og klappaði honum.
Hann þáði hlýju mína og gladdist sýnilega við hana. En það var
aðeins snöggvast, sem það svalaði honum. Hann þaut eins og kólfi
væri skotið beint vestur að Blöndu, nam þar ekki staðar, en kom á
sama skriðinu til baka. Nú var augljóst af háttum hans, að honum lá
sýnu meira á. Hann kom næstum alveg til mín, en vildi sýnilega, að ég
kæmi á eftir honum. Ég snaraðist á bak og hélt á eftir.
Þar eru háir bakkar að ánni og grónar torfur í árbökkum, sumar
allvel grónar. Þegar ég kom á bakkann sá ég, hvað Sörli hafði fundið.
Þarna voru tveir lambhrútar að kroppa torfurnar. Ég paufaðist niður
fyrir bakkann og auðnaðist að ná hrútunum upp og þóttist þá hafa vel
veitt, þó ég fyndi að til lítils hafði ég unnið.
Tekið var mjög að halla degi og sá ég þegar, að mér mundi illa
endast birtan, til að ná skálanum. Hugði það því vænlegast að halda
þangað þegar og skemmstu leið. En þar kom dálítið babb í bátinn. Það
virtist með öllu óhugsandi að reka báða hrútana saman. Mér tókst að
reka annan spölkorn. Hinn sat kyrr og horfði á. Sá, sem ég rak, elti mig
drjúgan spöl til baka. Þetta virtist því vonlaust. Ég réri þarna hátt í
klukkustund án þess beinmarkaði um brautargengið. Mér hug-
kvæmdist þá, að sleppa Roða „með taumana uppi“ nokkru vestar en
hrútarnir voru og vísaði honum á leið. Hann tók þegar á rás og rölti í
hægð að hrútunum án þess að líta við þeim og hélt áfram. En þá horfði
málið annan veg við. Hrútarnir trítluðu þegar í slóð hans. Ég hafði
5