Húnavaka - 01.05.1980, Page 68
66
HÚNAVAKA
það eitt að gera að rölta í slóðina. Við Svörtukvísl stansaði Roði. Eftir
nokkra hvatningu hélt hann áfram yfir kvíslina og trítluðu hrútarnir
þegar eftir honum án nokkurs hiks.
Rétt um dagsetrið skall á sama þokumyrkrið sem kyrrsetti okkur um
morguninn. Roði lagði austur yfir Guðlaugstungurnar og hef ég trú á,
að ég hafi aldrei farið beinni leið yfir þær en í þetta sinn. Játa skal ég,
að ég þekkti mig aldrei á leiðinni nema þegar ég fór yfir Herjólfsiæk-
inn og síðan ekki uns ég kom á bakkann suður af Ströngukvislarskála,
þar sem við fórum yfir kvislina um morguninn, eftir talsvert á sjötta
klukkutíma ferðalag og svo stansalítið, sem kösið var.
Strangakvísl er allmikil, en féll þarna milli skara og var tekið að
þrengja að henni. Þegar hrútarnir komu á skarirnar neytti ég færis og
greip þá báða, rétt við hælana á Roða. Hann nam þegar staðar. Eg
batt annan sauðabandi og lét hann liggja, þokaði mér nær Roða og
freistaði að fá hann fram af skörinni og náði vatnið vel síðu. Eg fékk
hann til að leggja síðuna við skörina svo ég gat rennt mér á bak með
hrútinn. Roði hélt þegar yfir kvíslina. Hún var grynnri við norður-
skörina. Þurfti ekki að segja honum til vegar upp. Eg fór af baki og
batt hrútinn sauðabandi og lét hann liggja meðan hinn var sóttur og
gekk það vandræðalaust. En mér sást yfir hlut Sörla. Þegar ég var á
leið yfir ána með síðari hrútinn, sá ég að hann lagði i ána. Sullur var á
skörunum og lá þar við slysi. Eg hraðaði mér af baki og sleppti báðum
og hljóp til móts við Sörla og náði í aðra framlöppina og dugði það til
bjargar. Mig iðraði mjög, að hafa ekki flutt Sörla áður en ég tók síðari
hrútinn. En „það hefur margur úrræðin á eftir.“
Roði beið ekki boðanna, þegar ég sleppti honum og hélt þegar heim
í skála. Var annar þeirra leitarfélaga minna úti. Skiptust þeir á um þá
vöku, ef ske kynni að heyrðist til mín. Þótti honum ekki meir en vel
þegar klárinn kom einn. Tók hann vel á móti Roða. En þess var
skammt að bíða, að fleiri sæust.