Húnavaka - 01.05.1980, Side 71
HÚNAVAKA
69
undan, og nokkur hulda lá ávallt yfir, svo að vér náðum eigi, og muntu
sjálfur fara verða“.
Allt á þetta að hafa gerst áður en Ingimundur kom til Islands og þar
með nokkrum öldum áður en sagan var rituð. Inn í frásögnina er
fléttað sannri lýsingu á héraði því, sem átti eftir að verða byggð
Ingimundar. Þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það, að þar er
höfundur að lýsa landi, sem hann gjörþekkir sjálfur, en ef til vill eru
allar kynjasagnirnar hans eiginn skáldskapur. Þær geta líka verið
gamlar þjóðsögur, sem hann hefur heyrt sagðar. Þá eru í Vatnsdæla
sögu allmörg örnefni, sem höfundur eignar Ingimundi, ennfremur
nokkur honum nátengd.
Staðháttalýsingar eru svo nákvæmar að ekki verður efast um, við
hvaða staði þau eru tengd, og flest eru þau enn í fullu gildi. Enginn
getur sannað að örnefnin séu beint frá Ingimundi komin, en þau geta
ekki verið yngri en hin ritaða saga.
Ingimundur tók land í Borgarfirði og dvaldi vetrarlangt með öllu
liði sínu á Hvanneyri hjá fóstbróður sínum, Grími, sem þar hafði
numið land. Grímur bauð honum land og annað, sem hann þyrfti til
þess að reisa bú í Borgarfirði, en hugur hans stefndi norður. Síðan
segir: „Hann fór norður um sumarið í landaleitun og fór upp Norð-
urárdal og kom ofan í eyðifjörð einn. Og um daginn, er þeir fóru með
þeim firði, þá hlupu úr fjalli að þeim tveir sauðir. Það voru hrútar. Þá
mælti Ingimundur: „Það mun vel fallið, að þessi fjörður heiti Hrúta-
fjörður.“ Virðist sú nafngift eiga við sveitina fremur en sjávarfjörðinn,
sem inn í landfjörðinn gengur. Þá gaf Ingimundur Borðeyri nafn eftir
stóru borði, sem þeir fundu þar nýrekið.
Er þeir „komu nær vetri í dal þann, er allur var víði vaxinn,“ nefndi
Ingimundur hann Víðidal. „Þeir voru þar vetur annan og gerðu sér
þar skála, er nú heitir Ingimundarhóll.“ Ekki er því nánar lýst hvar sá
hóll er, en vallgrónar tóttir kenndar við Ingimund eru við Faxalæk,
þar sem hann fellur úr Vesturhópsvatni austur í Víðidalsá.
„Nú búast þeir snemma um vorið, og er þeir nálgast norður til
Vatnsdals, þá mælti Ingimundur: „Sú mun sannast spáin Finnanna,
þvi að nú kenni ég landslag að frásögn þeirra, að hér mun oss að vísað,
og vænkast nú mjög. Ég sé nú land að víðleika með vexti, og ef þar
fylgja kostir, þá má vera, að hér sé byggjandi.“ Og er þeir komu að
Vatnsdalsá, þá mælti Vigdís, kona Ingimundar: „Hér mun ég eiga
dvöl nokkura, því að ég kenni mér sóttar“. Ingimundur svarar: „Verði