Húnavaka - 01.05.1980, Page 72
70
HÚNAVAKA
það að góðu.“ Þá fæddi Vigdís meybarn. Hún var Þórdís kölluð.
Ingimundur mælti: „Hér skal Þórdísarholt heita.“ Síðan sótti liðið
upp í dalinn og sá þar góða landkosti að grösum og skógum. . . .
Ingimundur nam Vatnsdal allan fyrir ofan Helgavatn og Urðarvatn.
(Þau nefnast nú Helgavatnstjörn og Hvammstjörn.) Þórdísarlækur
fellur vestan í Smiðjuvatn. Ingimundur kaus sér bústað í hvammi
einum mjög fögrum og efnaði til bæjar. Hann reisti hof mikið hundrað
fóta langt, og er hann gróf fyrir öndvegissúlum, þá fann hann hlut
sinn, sem honum var fyrir sagt. Þá mælti Ingimundur: „Það er þó satt
að segja, að eigi má við sköpunum sporna, en þó skal á þetta góðan
hug leggja. Bær sá skal heita að Hofi.“
I þessari skýru frásögn um för Ingimundar frá vetursetustað hans í
Víðidal og austur í Vatnsdal, koma staðanöfnin Vatnsdalur og
Vatnsdalsá fyrst fram. Hvorugt þeirra er eignað Ingimundi, en ljóst er
að höfundur sögunnar hefur verið gjörkunnugur á þessum slóðum.
Örnefnið Þórdísarholt hefur fallið niður, en Þórdísareyri heitir gróin
grund sunnan undir Vatnsdalshólum austanverðum, og um hana
fellur Þórdísarlækur, sem höfundur sögunnar segir að falli í Smiðju-
vatn. Nafn þess virðist hafa verið týnt, þegar Árni Magnússon og Páll
Vídalín rituðu Jarðabókina laust eftir 1700, en þeir nefna Hólatjörn,
Kórtjörn og Breiðabólstaðartjörn í sambandi við silungsveiði á jörð-
um, sem liggja að Flóðinu vestanverðu. Allar þessar tjarnir hurfu í
Flóðið, sem varð til árið 1720, þegar Bjarnastaðaskriða féll úr Vatns-
dalsdjalli og stíflaði Vatnsdalsá. Sennilega hefur Smiðjuvatn verið ein
þeirra.
Reiðvegur milli Vatnsdals og Víðidals lá sunnan við Vatnsdalshóla
um Þórdísareyri og yfir Þórdísarlæk allt þar til bílar leystu hestana af
hólmi. Sunnar var hægt að fá styttri leið, en hún var illfær sakir
votlendis og mun svo alltaf hafa verið. Má því ætla að Ingimundur
hafi farið þessa fornu leið.
Er Ingimundur hafði sest að á Hofi og byggt þar bæ og hof, segir í
Vatnsdæla sögu: „Þetta haust voru íslög mikil, og er menn gengu á
ísana, þá fundu menn birnu eina og með henni húna tvo. Ingimundur
var í þeirri ferð og kvað það Húnavatn heita skyldu, „en fjörður sá er
flóir allur af vötnum, hann skal heita Vatnafjörður.“ Það nafn er
hvergi að finna í íslendingasögum nema á þessum eina stað í Vatns-
dæla sögu og það virðist aldrei hafa náð festu.
Einar Ólafur Sveinsson segir í útgáfu Fornritafélagsins á Vatns-